Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1960, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.11.1960, Blaðsíða 9
SKINFAXI 105 það, — áttu ekki í fórum þinum neinn minnsta vott af guðrækni? Er það ekki enn runnið upp fyrir þér — eða hvað — að það er jóladagur á morgun?“ „Er ég kannski að aðhafast eitthvað rangt ?“ „Þú forðast að minnsta kosti það, sem þér her að gera. Reyndu nú að finna jóla- bænina þarna í kverinu." „Ég hef ekki fram að þessu látið einn eða neinn skipa mér fyrir um guðrækni, — enda hefði ég haldið, að þess konar yrði að koma af sjálfu sér, ef það ...“ „Af sjálfu sér — hjá þér? Jósef og María, — það mætti nú líklega lengi bíða eftir því. Alla guðslanga vikuna hefnr þú verið svo ókristilegur, að það er hreint hneyksli! Ég liélt þú ættir að vita það, að til þess eru helgidagarnir, að þeir séu haldnir heilagir!!“ „Fuh, þetta er nú meira, ég vil ekki á- kveða kjaftæðið!“ svaraði Jónas snikkari. „Ætti ]jað ekki að nægja, að maður ynni baki brotnu alla guðslanga vikuna, gerði skyldu sína i Gnðs nafni og abhaðist ekki upp á neinn? Er liægt að ætlast til, að hann hæti svo ofan á einhverjum sérleg- um guðræknisiðkunum á sunnudögum? Ég veit ekki, hvernig þú getur látið þér detta svona endileysu í hug, konukind!“ „Farðu með bænina þína, segi ég, og reyndu svo að vera eins og maður — ekki að sífelldu brambolti! Reyndu að vekja ekki Jesúbarnið, — þér mun finnast, spái ég, ekki neitl afhættis, þegar Hann kem- ur að dæma Iifendur og dauða . . . Jesús María! Hver ósköpin eru nú þetta?“ Eitt andartak syrti í stofunni, eins og svört áhreiða hefði verið sctt fyrir glugg- ann. Svo heyrðisl þungur hlunkur og á- kafur þytur storms og snæfoks. Jónas stóð upp, fór út að glugganum og skyggnd- ist út. Stormurinn hafði rifið stærðar grein af gömlu furunni, sem stóð á blett- inum fyrir framan húsið.“ „Drottinn minn góður!“ livein í hús- freyju. „Að annað eins veður skuli vera einmitt á þessum degi. Það er ills viti upp á nýja árið, boðar stríð og hörmungar!“ „Ef fjandinn sækir þig ekki, Reta, hugsa ég, að þessi spá þín rætist nákvæm- lega,“ rumdi ósköp ljúflega í Jónasi snikkara. „Það verður ekkert af þvi ég fari að skammast við þig í kvöld!“ svaraði kon- an af kuldalegri fyrirmennsku. „En bíddu hara, — dagurinn er nú ekki liðinn fyrr en á miðnætti, og svo skulum við þá sjá, hver það verður, sem fjandinn sækir!“ ITún tók ofurlítið ker, sem í var vígt vatn, og fór að ýra vatninu á allt, sem inni var — og þá ekki sízt á bónda sinn. Hann horfði argur á hana, en sat graf- kyrr, neitaði að þoka sér til um hænufet. „Hann signir sig ekki einu sinni, af- mánin sú arna, þó maður ýri á hann vígðu vatninu!“ Hún snaraðist fram í eldhúsið, kom þaðan brátt með rjúkandi glóðarker. IJún stráði reykelsi á kolaglóðina og har kerið um stofuna að gömlum jólasið, hélt því yfir borðinu og stólunum og legubekknum — og fyrir framan andlitið á bónda sín- um. Reykinn lagði upp í nefið á honum, og svo setti þá að honum hnerra. IJann þaut upp bölvandi, rauk út að glugga og opnaði. Glugginn opnaðist einmitt á rétlu augnabliki. Utan af götunni lieyrðust æst- ar raddir, þrátt fyrir veðurgnýinn. Storm-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.