Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1960, Qupperneq 11

Skinfaxi - 01.11.1960, Qupperneq 11
SKINFAXI 107 andi orgelhljómum, hámark þessarar fagnaðarmessu, hættu altir að vinna, nema Jónas snikkari og tveir af sveinum hans. Hinir fóru niður af þakinu og löhb- uðu sig i kirkju. Og einmitt um sama leyti virtist stormurinn færast i aukana, svo ekki var annað sýnna en hann feykti því af þekjunni, sem þegar var komið á hreysið. Jónas snikkari hafði búizt við að gela lokið við þakið fyrir dagrenningu, og þeg- ar hann sá, að flestir af aðstoðarmönnum Jians fóru á hrott og drengirnir, sem hald- ið liöfðu kyndlunum, fleygðu þeim frá sér í fönnina og stuklui í lcirkju, tók liann að ljlóta og ragna: „Fjandinn sjálfur hirði þá alla til hópa, þessa bölvaða liræsnara! Haldið þið ekki að lielvítin fleygi sér flötum eins og þeir ætli að naga tærnar af blessuðum himna- föðurnum, og svo mega þá ekkjuvesaling- urinn og barnagreyin krókna úr kulda á meðan! Eins og þá varði um það? Þeir Jjalra sig við eldana í kirkjunni! Hlustið þið nú á þá! Nú eru þeir að kyrja: Dýrð sé Guði í hæstum hæðum, — og svo faðma þeir vitaskuld vaxmyndir af Jesúbarninu, eins og telpukrakkar hrúður, og láta sér í léttu rúmi liggja, þó að þessir fimm smæl- ingjar ekkjunnar sálist, — mundi mér óliætt að segja ... Æ, Guð náði mig, auman syndara!“ Þegar messunni var lokið og fóllvið kom út úr kirkjunni, dundu i eyrum hamars- Jiögg Jónasar snikkara — og sannarlega lirutu honum Jjlótsyrði af munni. Einn af karlmönnunum sagði við Iiina: „Vesalings kallinn, — hann ærist trú- lega alveg, ef við hjálpum honum ekki. Máski eigum við að einhverju leyti sök á því, hvernig í honum syngur. Komið þið nú, — við skulum leggja honum lið. Við verðum ekki einu sinni neinn klukkutíma að ljúlca við þakið.“ Einn af hinum vék sér að þessum og sagði: „IJeldur þú mig virkilega þann synda- sel, að ég fari að vinna á sjálfan jóla- morguninn — á háheilagasta degi árs- ins!“ En það var svo mikill sérgæðingsbragur á svip þessa náunga og slikur remhingur í röddinni, að orð hans höfðu þveröfug áhrif á við það, sem hann ætlaðist til. Þriðji maður sagði: „Heyrðuð þið það, piltar? Svona hræsni og rembingur, — fuh! Þá kýs ég heldur Jónas snikkara og allt hans blót og ragn. Hvað sem þið gerið, þá ætla ég að minnsta kosti að hjálpa honum að Ijúka við þak- ið.“ Fleiri reyndust á sama máli. Það var aftur kveikt á kyndlunum, og nú var liamrað svo ótt og títt, að Betu snikkar- ans lá við örvilnan, og með báðum liönd- um hélt hún fyrir eyrun. „Það ganga slík ósköp á þarna úti, að maður getur hvorki beðið né sofið,“kvein- aði hún. „Og heiðinginn, sem ég er gift, tekur betlikerlingu fram yfir blessað Jesúbarnið — það fær enga ró í sinni vöggu! Guð í himninum veri þessum auma syndara miskunnsamur!“ Það birti af degi, en veðrið var engu betra en um nóttina. Iskaldur stormur æddi um þök húsanna og livirflaði mjöll- inni um glugga og veggi. En þakið var komið á húsið hennar Stínu klénsa, eld- ur logaði þar glatt á arni, og ekkjan sjálf og börn liennar voru komin heim lil sín.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.