Skinfaxi - 01.11.1960, Qupperneq 12
108
SKINFAXI
Jónas snikkari lá uppi í rúmi sínu i öll-
um fötunum, rykugur frá hvirfli til ilja,
og skar væna Iirúta. Konan hans stóð í
gættinni og virti hann fyrir sér með auð-
særri andúð.
Nei, hún gat ekki með nokkru móti
blundað. Hún var mjög sár og leið, og
sannarlega var hún afar óró og áliyggju-
full. Hún beið þess svo ekki að sungin
hefði verið hámessa, heldur raulc yfir á
jjrestssetrið, en gat varla komið upp orði
fyrir ekka, þegar hún hafði náð fundi
sálusorgarans.
„Ó, mikil ógæfumanneskja get ég ver-
ið!“ stundi liún loks upp, og svo bráði þá
það mikið af henni, að hún gat haldið
áfram með hvíldum: „Að vera gift slílc-
um manni — hugsa sér ... Jú, satl er það,
að hann er yfirleitt bæði skapgóður og'
vinnusamur, en hann er gersamlega trú-
laus — svo gersamlega! . .. Þó að ég yrði
liundrað ára, mun þessi nótt aldrei líða
mér úr minni! ... Ekki las liann Faðir-
vorið svo mikið sem einu sinni — ekki
hauð hann Jesúbarnið velkomið með
einni einustu stuttri hæn . . . Hvar skyldi
slíkur maður lcnda? . .. ()g nú gengur
auðvitað fólkið hús úr húsi — og einn
segir við annan, að aldrei á sinni lífs-
fæddri ævi hafi hann heyrt nokkurn
mann hlóta og ragna eins liræðilcga og
manninn minn á sjálfa jólanóttina — já,
á sjálfa háheilaga jólanóttina ... Æ, þér
liljótið að hafa lieyrt það sjálfur, yðar
náð, þegar þér fóruð heim að lokinni
miðnættismessunni! .. . Og ég var eins og
klipin með töngum — það veit sá mesti
og liæsti!“
Preslur spennli greipar á kné sér og
hrosti hlýlega við þessum örvilnaða
konuvesaling.
„Ja, jú,“ sagði hann. Eitthvað mun ég
nú hafa heyrt, en ég hélt hann væri að
lesa bænirnar sínar.“
„Ha — hænir!“ stundi Elísabel hús-
freyja og fórnaði höndum. En svo hnigu
handleggirnir máttlausir niður með hlið-
unum á henni, eins og hún hefði skyndi-
lega fengið slag.
„Elskulega frú,“ svaraði presturinn.
„Það er furðulegt, hvað menn hæna sig
á margvislegan og misjafnan liátt. Það
eru nú til að mynda Gyðingarnir, — þeir
vefja hænaheltin sín um höfuð og liand-
leggi, þegar þeir eru að hiðjast fyrir. Aðr-
ir láta sér nægja að fletta blöðunum í
bænakverinu sínu, og cnn aðrir færa til
milli fingranna á sér perlurnar á talna-
bandinu ... Já, svo að við víkjum að
snikkaranum okkar, blessuðuin, þá er það
hans aðferð að negla þak á hús meðan
liann hefur yfir Faðirvorið sitl!“
Heiðursfrúin fórnaði á ný höndum í ör-
vilnan.
„Sögðuð þér Faðirvorið hans, yðar náð?
Það hefur víst verið dálaglegt Faðirvor!
Það var aldeilis grátlegt, hvað hann gat
bölvað meðan háheilög messan stóð yfir!
Ef langlundargeð föður okkar á himnum
væri ekki jafneinstakt og það er, þá hefði
jörðin opnast undir fótunum á Jionum
Jónasi og gleypt hann með húð og hári.“
„Ég viðurkenni það fúslega,“ sagði prest-
urinn, „að orðaval hans hefði gelað verið
heppilegra, en hitt sný ég ekki aftur með,
að meiningin gat ekki hetri verið. Og það
er hún, sem gerir allan gæfumuninn. Ég
er handviss um það, að bak við alll hans
hlót og ragii var aðeins ein hugsun: að