Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1960, Qupperneq 18

Skinfaxi - 01.11.1960, Qupperneq 18
114 SKINFAXi innst eru beinin, ósköpin öll af beinum, — þau seljum viö tréskerunum fyrir sunn- an, er afbragðsefni í tóbakspontur, brjóst- nálar og margt, margt fleira — hugsa þeir gœtu lálgað úr því mörg þúsund fundar- liamra og selt þeim þarna hjá þjóðastóð- inu, sem heldur rifrildisfundina i Ame- ríku . .. Ferðu nú að skilja Manga? Við erum orðin rík, forrík, skal ég segja þér. Þú getur sosum tekið eitthvað út upp á jólin — já, ætli þú getir ekki leyft þér að snúa skutnum i alla þjóðina og sagt sem svo: Ég skal leyfa ykkur að koma við skutinn á mér með blávörunum — en liitt er svo annað, hvort þjóðin tekur boð- inu, ha lia, ha, — kelli mín!“ Það lá við að Pétur á Naustum viknaði af þakklátssemi við forsjónina, og svo reyndi hann að dylja það með galsa. Hann myndaði sig til að sparka í köttinn, og þá sló Manga í þann hluta á líkama hans, er hann liélt, að þjóðin mundi ekki vilja þýð- ast á Margrétu sjálfri. Og svo fór hann að raula: María, María, María — og sló taktinn með fingrunum á gluggarúðuna, sem var loðin af hrími, því, að það var hörkufrost úti. Jahá, frost. Nú datt honum dálítið i hug. „Manga,“ sagði liann, „tókstu eftir veð- urspánni í gærkvöldi?“ „Tók ég eftir, — heyra í þér, maður! Var ég ekki að minna þig á það í fvrra- dag, að þú yrðir að kaupa nýjan gevmi — minnsta kosti fyrir jólin, svo ég geti heyrt messurnar — ætli þeir útvarpi ekki frá henni þarna Fíladelfíu -— eða hvað þeir kalla það, blessaðir mennirnir. Það er svo líflegur söngurinn — gæti trúað, að í Paradís væri dansað eftir svoleiðis lög- um!“ Pétur skellti í góm. „Það er nú ekki tími til að hugsa um dans — núna ... En hugsaðu þér, mann- eskja, ef liann slægi sér i suðrið.1 „Ja-á, þess vegna var ég að minnast á saltið.“ „Fuh — vitið þitt!“ fussaði Pétur og fór að smeygja sér í skóna. En Margrét stóð kyrr við gægjugatið á rúðunni. „Nú, hann tekur hreinlega frá okkur út- sýnið. Við sjáum bara ekki Selskerin. Ég sé eftir sólarlaginu, það hefur alltaf ver- ið svo indælt að sjá sólina síga í sjó á bak við Selskerin.“ „Sólina — þú með þína sól, mikið þú skulir ekki setjast og gráta út af að sjá ekki Fjósakonurnar um hádegisleytið.“ Pétur varð svo argur, að hægri fótar skór- inn lenti á vinstri fætinum. En Margrét stökk ekki hátt, þó að hann hreytti í hana skensi. Hún lireyfði sig ekki frá glugganum, og nú sagði hún: „En ég tek nú líka eftir öðru, kall minn: Við eigum ekki nema liálfan hvalinn, þvi að helmingurinn af honum er á Birgis landareign." Nú var Pétur ekki seinn á sér út að glugganum. ,,.Ta, hvert þó í lieitbrennt!" sagði hann i slíkum heiftartón, að kvattarkvikiridið stökk inn undir rúm. „Ja, það máttu segja,“ bélt Pétur áfram. „Fjandinn sá arna liggur alveg á landamerkjunum, annar helmingurinn á okkar landi og hinn á landi skepnunnar hans Birgis!“ Þau stóðu steinþegjandi nokkur andar- lök. Þetta var nú meira óskapa ólánið!

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.