Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1960, Qupperneq 21

Skinfaxi - 01.11.1960, Qupperneq 21
SKINFAXI 117 hann heim. Hún ætla'öi að steikja hann iianda sér og kallinum. Næsta morgun tóku þeir að saga hval- inn, sinn frá hvorri hlið. Þeir sáu hvor- ugur annan. Þess vegna urðu þeir öðru liverju að bregða sér yfir til að alhuga, hverju þar yndi fram, hvort þar væri sag- að eins og saga skyldi. Þeim datl i hug, að réttast hefði verið að leggja streng yfir skepnuna, og saga eftir honum, en hvor- ugur þeirra gat fengið sig til að stinga upp á því. Þeir söguðu bara og söguðu í þrjá daga i röð, og smátt og smátt fraus sagarfarið saman, svo að verkið var eins og óunnið, enda munaði þeim svo sem ekki mikið myrkranna á milli. Konur þeirra komu ofan eftir til þeirra með eldunartæki og báru þeim mat og kaffi, og svo settust þær hvor á sinn hvalhluta og voru að reyna að hafa sér eitthvað til dundurs, rekja upp sokltboli og prjóna- buxur og elta skinnpjötlu. Öðru hverju litu þær allt í einu grimmdarlega livor á aðra og fussuðu og sveiuðu . . . Um hádegi fjórða daginn fór Pétur frá söginni, vék sér yfir lil Birgis og sagði við hann: „Nú er það svart, maður, engin von til að verða búnir fyrir jól, og svo er hann auðsjáanlega að ganga í suðrið, frostið komið niður í tvö stig. Hvernig lilist þér á að við fengjum bara liann Jóa gamla til að sprengja meinvættið í tvennt?“ Birgir kíkti í loft upp og sagði því næst: „Mér lízt nú ekki sem verst á þetta hjá þér, og ég hugsa sá gamli sé nolckuð trú- verðugur -— meina hlutlaus.“ Þeir fóru síðan til gamla mannsins, sem hafði unnið við sprengingar fvrir mörgum árum hjá vegagerðiuui. Hann vildi nú líta á kjötfjallið sagði hann, áð- ur en hann lofaði nokkru, „það er nú það, lagsmaður.“ Svo fór hann þá með þeim, nábúunum, drakk kaffi hjá báðum og gekk síðan með þeim til sjávar. Ilann var tekinn að gerast sjóndapur, en hann bjó til eins konar kíki úr lófa hægri handar og skoð- aði ketfjallið hátt og lágt. Síðan gekk hann afsíðis, tók upp bréfpoka og tréblý- ant, stakk blýantinum upp í sig og skrif- aði eitthvað á pokann. Hann var lengi að þessu, en loks kom hann til bændanna, ræskti sig og sagði: „Ég var að reikna, lagsmaður, live mik- ið hann þyrfti, og með því að margfalda deilingarútkomuna með þversummunni, sem þeir kalla, fann ég það seint og um siðir. Ég sprengi hann sirk-a-bát eða með öðrum orðum akkúrat klukkan fimm mínútur yfir níu i fyrramálið. Ég kem með dýnamittið í kerru, sem ég beiti þeirri jörpu fyrir.“ „Og þú skiptir jafnt?“ sagði Pétur. Sá gamli kinkaði kolli: „Látið hann gamla Jóa um það. Ef ekki reynist jafnt skipt, þá má óvinur- inn eiga bæði mig og þá jörpu.“ Gamli maðurinn kom tíu mínútum fyr- ir níu, og klukkan fjórar mínútur yfir kveikti hann i þremur sprengiþráðum, var búinn að reka hvor tveggja hjónin undir þak. Klukkan finnn mínútur og sex sekúndur yfir níu heyrðist óskaplegur hvellur. Það var eins og jörðin væri að rifna og hamrarnir að hrynja. Bærinn á Naustum gnötraði á grunninum, og Pétur og Manga, sem stóðu við gluggann, gripu hvort i annað. Rúðubrot þeyttust yfir i vegg,og himinninn sortnaði. Fám sekúnd-

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.