Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1960, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.11.1960, Blaðsíða 24
120 SKINFAXI //*///////// REGLUR um tilhögun íþróttakeppninnar á XI. landsmóti U.M.F.I. 1961, eins og þær voru samþykktar á sambandsráðsfundi 11. sept. 1960. Ellefta landsmót U.M.F.I. fer fram um fyrstu helgi í júlí 1961. /1. Frjálsar íþróttir. Keppni í frjálsum íþróttum fei fram I)áða dagana. Verður beitt forkeppni eða undankeppni og úrslitum eftir því, sem betur hentar keppendum og fyrirkomu- lagi dagskrár. Þátttökutilkynningar skulu vera komnar í hendur framkvæmda- nefndar mótsins í síðasta lagi tíu dögum fyrir mótið. Hverl héraðssamband annisl þessar tilkynningar, en annars stjórnir fé- laga, sem ekki eru aðilar að héraðssam- bandi. Öllum þátttökutilkynningum fylgi nöfn fyrirliða keppendahópanna. Hver þáttakandi hefur rétt til keppni i þrem íþróttagreinum og boðhlaupi. Þrjá kepp- endur má hvert héraðssamband senda í hverja grein. Daginn fyrir fyrri keppnisdag skulu fyrirliðar íþróttahópanna og stjórnendur keppnisgreina, ásamt starfsmönnum í- þróttakeppninnar, mæta lil fundar á mót- stað. Mótstjórinn auglýsir tíma og fundar- stað nánar síðar. Á fundi þessum skulu bornar fram kærur vegna þátttöku- eða áhugamannareglna; þá verður og fram- kvæmt nafnakall, og afhent verða númer keppenda, sem þeir bera á brjósti og baki í keppninni. Á fundinum mega fyrirlið- ar bæta við keppendum, en að honum loknum verða engar breytingar leyfðar, nema í boðhlaupssveitum. Mjög rik á- herzla er lögð á, að keppendur mæti á réttum tíma til keppni og beri númer sitt. Þá verða á þessum fundi afhentar tímasetningar keppnisgreina, skipað nið- ur í riðla og dregið um brautir og stökk- og kaströð. Nafnakall þátttakenda hverrar keppnis- greinar fer fram tíu mínútum fyrir hinn auglýsta tíma. Skulu þá keppendur mæta á stað, sem síðar verður auglýstur, og skulu þeir og starfsmenn ganga fvlktu liði þaðan til keppnisstaðar. í öllum riðla- hlaupum flytjast 6 (ef sex hrautir) eða 2 (ef fjórar brautir) fyrstu menn úr hverj- um riðli í næsta hlaup á eftir. Ef skipta verður þátttakendum í 1500 m hlaupi í riðla með allt að 15 manns í riðli, færasl 7 þeir fyrstu í næsta hlaup á eftir. Notaðar verða viðbragðsstoðir, en ekki leyft að grafa holur á viðbragðsstað. Sex fyrstu menn hljóta stig sem hér segir: 1. (i stig, 2. 5 stig, 5. 4 stig, 4. 3 stig, 5. 2

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.