Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1960, Page 30

Skinfaxi - 01.11.1960, Page 30
126 SKINFAXI Félagsheimilamálið. Rætt var um starfsemi félagsheimila og aðgerðir til umbóta á starfsemi þeirra, og var samþykkt sú ályktun, sem hér fer á eftir: Sambandsráðsfundurinn fagnar því, að samvinna hefur tekizt milli Ungmnnafé- lags íslands og annarra landssambanda, sem aðilar eru að félagsheimilunum, um athugun á auknu menningarstarfi i fé- lagsheimilum. Fundurinn telur þetta svo mikilsvert og merkilegt mál, að nauðsynlegt sé, að það verði nákvæmlega atliugað. Því lieitir fundurinn á nefnd þá, sem þetta mál lief- ur nú lil meðferðar, að lialda slarfi sínu áfram og leggja síðar fram athuganir sínar. Frá skrifstofu U.Hi.F.Í. Orðsending frá Landsmótsnefnd til héraðsstjóranna. Vinsamlegast sendið skrifstofu U.'M.F.Í. nú þegar nöfn núverandi héraðsstjórnar- meðlima og einnig metaskrá sambands- ins í frjálsum íþróttum og sundi. Upp- lýsingar þessar eru nauðsynlegar vegna leikskrár landsmótsins. Sækið landsmótið. Í október s.l. var formönnum allra ung- mennafélaga sent bréf, sem fyrst og fremst var helgað landsmóti ungmenna- félaganna, sem haldið verður að Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu næsta vor. Því er treyst, að formennirnir lesi bréf- ið á félagsfundi. Stjórn U.M.F.Í. hvetur ungmennafélaga um land alll lil þess að taka þátt í lands- mótinu, hæði sem ])álttakendur i íþrótta- keppninúi og einnig sem áhorfendur. Stjórnir héraðssambandanna munu hafa alla forgöngu um þátttöku í íþrótta- keppninni, en hvert einstakt ungmennafé- lag ætti auk þess að stofna til hópferðar á mótið. Hér er verkefni til að vinna að og skipulggja í vetur. Bezt er að allt sé vel undirbúið og skipulagt, þá verður för- in skemmtilegri og árangursrikari. Hvert félag ætti nú þegar að kjósa sér ferða- nefnd og fararstjóra. Landsmótin eru kynningarmót islenzkrar æsku. Við ung- mennafélagar eigum að vinna að því, að landsmólið að Laugum verði með enn meiri glæsihrag en nokkru sinni áður. Allt mótið verður kvikmyndað eins og fyrri landsmót U.M.F.Í. Saga U.M.F.Í. Munið að senda skrifstofu U.M.F.Í. á- grip af sögu félaganna sem fyrst. Nú er þegar hafin undirbúningur að ritun sögu U.M.F.Í. Skinfaxi. Munið að greiða Skinfaxa skilvíslega. Gjalddagi er 1. september. Árgjahl kr. 30.00. Verðlaunagripir og félagsgripir Takið eftir auglýsingu Magnúsar E. Baldvinssonar i þessu töluhlaði Skinfaxa um framleiðslu verðlaunagripa og félags- merkja. Minnnist yfirleitt þeirra, sem auglýsa í hlaði ykkar, þegar þið þurfið eitthvað að kaupa, sem þeir hafa á hoð- stólum.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.