Skinfaxi - 01.11.1960, Blaðsíða 31
SKINFAXI
127
1 m 'f"niii Uii! li UiU HiSI TWl IHh ||||| |||| 0 ~
B ■ 1
1 sumar og haust hefur verið skammt stórra
höggva milli í íslenzku skáklífi.
Ber þar fyrst að nefna einvígi þeirra Frið-
riks Ólafssonar og Freysteins Þorbergssonar
um réttinn til þess að taka þátt í svæðis-
keppninni, sem fram fór í Hollandi í nóvem-
ber. Eins og kunnugt er, sigraði Friðrik með
yfirburðum, hlaut 5 vinninga gegn 1.
Þá er næst Gilfersmótið, sem háð var í
september. 1 því voru tólf þátttakendur, þar
af einn útlendingur, Norðmaðurinn Svein Jó-
hannessen, sem er núverandi Norðurlands-
meistari í skák. Gerðar voru tilraunir til þess
að fá sovéska, bandaríska og ungverska stór-
meistara til mótsins, en án árangurs. Sigur-
vegari í þessu móti varð Ingi R. Jóhannsson,
hlaut 9V2 vinning af 11 mögulegum. Annar
varð Friðrik Ólafsson, sem hlaut 9 vinninga,
og þriðji Arinbjörn Guðmundsson, hlaut 8V2
vinning. Þessir menn voru í algerum sérflokki
á mótinu; tapaði enginn þeirra skák. Ekki
verður annað sagt en sigur Inga kæmi nokk-
uð á óvart, en hann tefldi af festu og öryggi
og átti sigurinn fyllilega skilið. Friðrik virtist
aftur á móti ekki eins öruggur og oft áður;
lenti hann oft í timahraki, og er ekki vafi á,
að skákþreyta hefur háð honum. Árangur Arin-
bjarnar er sá bezti, sem hann hefur náð til
þessa.
Svo var það Fischermótið, en til þess var
stofnað sökum þess, að Fischer kom til lands-
ins í lok Gilfersmótsins og hafði ætlað að
taka þátt í því, en vegna misskilnings um tíma
mótsins kom hann ekki fyrr. Robert Fischer
sigraði í þessu móti og Ingi R. varð annar.
Um leið og Gilfersmótið fór fram, var hald-
ið veglegt skákmót í Hafnarfirði í tilefni af
35 ára afmæli Taflfélags Hafnarfjarðar. Tefld-
ar voru 9 umferðir eftir Monrad-kerfi. Sigur-
vegari varð ungur og efnilegur skákmaður,
Leifur Jósteinsson, hlaut 8% vinning af 9 mögu-
legum. Meðal þeirra, sem Leifur sigraði þarna,
má nefna Lárus Johnsen, fyrrverandi Islands-
meistara, Björn Jóhannesson, Sigurgeir Gísla-
son, Hauk Sveinsson og Björn Þorsteinsson.
Hér birtist svo ein af skákum Leifs úr þessu
móti.
H v í 11 : Leifur Jósteinsson.
S v a r t : Björn Jóhannesson.
1. d2—dJf dJ—d5
2. e2—eS Rg8—f6
3. Bfl—d3 (/7—g6
Betra er líklega 3. —c5 eða Rc6, og gæti þá
framhaldið orðið t. d. 3. —c5. 4. c3 Rc6. 5. f4
Bg4! 6. Rf3 e6. 7. 0—0 Rb6. 8. Del 0—0. 9. Re5
Bf5 og svartur stendur mjög vel, eða 3. — Rc6
4. f4 Rb4 5. Rf3 Rxd3 6. cxd3 gb7. Rc3 Bg7
8. 0—0 0—0 og staðan er nokkuð jöfn.
k. f2—fJf Nákvæmara var Rd2,
því nú gæti 4. Re4 komið til greina.
Jf. c7—c5
5. c2—c3 c5—df?
Þetta er mjög lélegur leikur. Hér átti svartur
að leika 5. — Bg4 og síðan Rbd7. 1 næstu leikj-
um á svartur alltaf kost á að koma drottn-
ingarbiskupi sínum á hentugan stað, fyrst til
g4, og þegar búið var að hindra það með h3
þá til f5. Þetta vanrækir hann og leikur ekki
Bf5 fyrr en búið er að hindra með Rd2, að sá
leikur nái tilætluðum árangri. Vegna þess tap-
ar hann skákinni. Má því segja, að 5.—9. leikur
svarts séu allir rangir.
6. Rd2—c2 Bf8—g7
7. h2—h3 h7—h5
8. Rgl—/3 Nákvæmara er hér Rd2,
til þess að hindra Rf5.
8. Rb8—c6
9. 0—0 Betra var enn Rd2