Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1966, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.04.1966, Blaðsíða 7
leggi fram tillögur í þessu máli á næsta Alþingi. Starfsíþróttir Þingið hvetur ungmennafélög til þess að leggja aukna rækt við starfsíþrótt- ir, þar sem þær stuðla að aukinni verk- menningu og auka starfsgleði og vand- virkni í starfi jafnframt því sem iðkun þeirra eykur á fjölbreytni í félagsstarfi ungmennafélaga. Þar sem miklu varðar um hagnýtt gildi starfsíþrótta, hversu vel er háttað leiðbeiningastarfi, felur þingið stjórn UMFÍ að skipuleggja það mjög vel og leita í því sambandi samstarfs við fé- lagasamtök og stofnanir, sem annast fræðslustarf á því sviði sem starfs- íþróttir koma inn á. Jafnframt því felur þingið stjórn UMFÍ að endursemja reglur um keppni í starfsíþróttum á landsmótinu og leggja þær síðan fyrir næsta sam- bandsráðsfund. Þingið telur nauðsyn bera til þess, að fjölbreytni sé aukin í starfsíþrótta- keppni, og bendir á í því sambandi, hvort ekki muni möguleikar á ein- hvers konar hópkeppni. Ennfremur telur þingið nauðsynlegt, að nýjustu erlendar reglur um keppni í starfs- íþróttum séu jafnan fyrir hendi í ísl- enzkri þýðingu hjá UMFÍ og að jafnan sé fylgzt með nýjungum og breyting- um erlendis í þessum keppnisgreinum. Um meðferð vinnuvéla í sveit Þingið minnir á nauðsyn þess, að öll gát sé höfð á meðferð búvinnuvéla, og hvetur alla eigendur siíkra véla til að hafa þær alltaf í bezta lagi, þannig að bilanir og vanræktur sjálfsagður öryggisbúnaður verði ekki orsök slysa. Þá telur þingið nauðsynlegt, að í barnaskólum sveitanna verði útskýrð- ar fyrir unglingum helztu hættur við dráttarvélaakstur. Þrastaskógur 24. sambandsþing UMFÍ þakkar þeim ungmennafélögum, sem unnið hafa að gróðursetningu í Þrastaskógi undan- farin ár og einnig skógarverði, Þórði Pálssyni, fyrir hans ágæta starf þar. 24. sambandsþing UMFÍ felur vænt- anlegri sambandsstjórn að athuga möguleika á því að gera merki Þrasta- skógar úr málmi, en það er þröstur á grein. Merkið verði síðan til sölu fyrir gesti skógarins og notað í sambandi við vígslu leikvangsins í Þrastaskógi. 24. sambandsþing UMFl ákveður að kosin skuli 5 manna nefnd til þess að gera tillögur um framtíð Þrastaskógar sem miðstöðvar fyrir ungmennafélög- in. I því sambandi skal nefndin hafa í huga miðstöð fyrir æskulýðsstarfsemi, dvalarhótel og fjáröflun til þeirra framkvæmda. Þrír nefndarmenn skulu kjörnir af sambandsþingi, en sambandsstjórn kýs tvo. Nefndin kýs sér formann og ritara. Nefndin skili áliti til sambands- SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.