Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1966, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.04.1966, Blaðsíða 5
Alyktanir 24. sambandsþings UMFÍ í síðasta hefti Skinfaxa var greint frá störfum þingsins, sem haldið var að Laugarvatni 1.—2. júlí 1966. Einnig voru þá birtar samþykktir þingsins um íþróttamál. Hér á eftir fara ályktanir þingsins, sem ekki var rúm fyrir í síðasta hefti Sjálfstæðismál Þingið hvetur félaga sína og æskulýð íslands í heild til þess að hefja öfluga sókn til verndar þjóðerni voru og tungu og leitast við af fremsta megni að efla með sér sjálfsstjórn, ábyrgðar- tilfinningu, óeigingirni, félagslund og þegnskap svo að menningarlegu, efna- legu og stjórnarfarslegu sjálfstæði voru megi vera sem bezt borgið. Þingið telur núverandi ástand í sjónvarpsmálum óviðunnandi og ís- lenzkri þjóðmenningu til mikils vanza. Þingið skorar á stjórnarvöld að ráða bót á þessu vandamáli og koma hið fyrsta á menntandi íslenzku sjónvarpi. Félagsmál œskunnar Þingið lítur svo á, að hin frjálsa félags- starfsemi hafi miklu hlutverki að mót frá því sem hann var á dögum Fjölnismanna. í sögulegum skilningi var ekki nema spönnin milli þeirra og okkar. Þeir voru skáld og menntamenn sem hvöttu íslendinga á prenti yfir At- lantshaf til þess að rísa upp og vera menn. Það var á dögum landauranna og fylling tímans ekki komin. Ung- EaINFAXI gegna í þágu uppeldis og þegnskapar og telur að brýn nauðsyn beri til þess, að efla hana til fjölbreyttara og mark- vissara starfs. Þingið þakkar aukna fjárhagsaðstoð ríkisins og væntir þess, að framhald verði á henni, og að UMFÍ verði veitt- ur fastur tekjustofn eins og ÍSÍ, svo að hægt verði að tryggja að samtökin geti veitt þá þjónustu, sem nauðsynlegt er á hverjum tíma í þágu öflugs og mann- bætandi félagsstarfs — undir hand- leiðslu menntaðra og reyndra æsku- lýðsleiðtoga. Nauðsynlegt er að ráða fastan erindreka til þess að byggja upp aukna æskulýðsstarfsemi. Þingið telur nauðsynlegt að stefna að því að gera héraðssamböndunum fjárhagslega kleyft að ráða æskulýðs- leiðtoga sem fastan starfsmann til eflingar hinu mikla starfi í félags- og mennafélögin tóku upp þráðinn á réttu augnabliki, og þótt ekki væru forvígismennirnir jafnir gömlu for- vígismönnunum að snilld og andagift, þá fór nú alda frelsis og þjóðlegrar sjálfsvirðingar um landið og olli and- legri byltingu“. 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.