Skinfaxi - 01.04.1966, Blaðsíða 13
yfir 63 m. í sögunni hefur náðst 31 kast
yfir 62 m. og 20 þeirra eru afrek Dan-
eks.
Ludvik Danek fæddist 6. janúar
1937. Hann er 1,93 m. á hæð og 104 kg.
að þyngd. Hann er iðnfræðingur að
menntun og búsettur í Brno. Eins og
margir aðrir fyrri heimsmethafar og
aðrir afreksmenn í íþróttum, varð
hann að yfirstíga marga örðuleika á
íþróttaferli sínum áður en honum
tókst að setja hið ótrúlega heimsmet
sitt s. 1. haust. Hann lenti í umferðar-
slysi árið 1957 og skaddaðist þá í hon-
um annað nýrað. Læknar tjáðu honum,
að hann skyldi ekki hugsa til neinnar
íþróttakeppni framar.
En Danek vildi ekki gefast upp.
Hann byggði sér kasthring að húsa-
baki og tók til við æfingar að nýju.
Haustið 1959 tókst honum í fyrsta sinn
að kasta yfir 50 m. á æfingu, og um
svipað leyti fór hann að æfa lyftingar.
Skömmu seinna hlaut Danek sína
fyrstu tilsögn hjá hæfum þjálfara. Það
var gamalkunnur kringlukastari, Jan
Vrabel, sem síðan hefur verið þjálfari
hans. Árangurinn fór smám saman að
koma í ljós. Árið 1961 kastaði hann
lengst 54,96 m., og 1962 komst hann 1
19. sæti á heimsafrekaskránni með
56,59 m. Árið 1963 varð hann í fimmta
sæti, og vorið 1964 setti hann Evrópu-
naet með því að kasta 62,45 m. í águst-
mánuði þetta sama ár setti hann nýtt
heimsmet — 64,55 m., en samt sem áð-
ur varð hann að sjá af gullverðlaunun-
um á olympíuleikunum til A1 Oerters,
nokkrum vikum síðar.
Þjálfarinn Jan Vrabel hefur gert ná-
kvæma áætlun um þjálfun heimsmet-
hafans í framtíðinni, og allar framfarir
Daneks í tekniskum atriðum íþróttar-
innar hafa orðið í samræmi við áætlan-
ir og fyrirmæli þjálfarans. Hraði Dan-
eks í hringnum hefur stöðugt aukist
um leið og honum hefur aukist kraftur
og reynsla. Sérfræðingar segja, að ná-
kvæm og fullkomin notkun hægra
hnésins í snúningum sé nokkur skýr-
ing á yfirburðum Daneks og stærsta
tillegg einstaklings til þróunar íþrótt-
arinnar.
65 metrar í kringlukasti eru orðnir
staðreynd. Hvað kemur næst? Hver
verður þróunin í íþróttaafrekum, sem
stöðugt eru að verða ótrúlegri og ofur-
mannlegri. „Ég gleymi aldrei tilfinn-
ingunni eftir fyrsta 60 metra-kastið“,
segir Danek. „Þegar því marki var náð,
var auðvelt að líta á 60 metrana eins og
áfanga, sem maður yrði að reyna að
bæta og ná lengra. Sá dagur mun
renna upp, er einhver kringlukastari
kastar 70 metra. Þegar ég setti heims-
metið í Sokolov, var vindur að vísu
hagstæður, en hann hefði mátt vera
helmingi meiri án þess að ólöglegt
hefði talist, og gat því verið mun hag-
stæðari. Ég er því sannfærður um að
70 m.-kast er ekki langt undan“.
SKINFAXI
13