Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1966, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.04.1966, Blaðsíða 12
Jay Silvester fyrrv. heimsmethafi og núver- andi USA-methafi. Fortune Gordien fyrrv. heimsmethafi. Al Oerter sigurvergari á þrem Olympiu- leikjum í röð. móti í Sokolov 12. október s. 1.. Þrátt fyrir þessa undangengnu áreynzlu, kastaði Danek 63,71 m. í þriðju tilraun. I fimmtu tilraun náði þessi stóri og sterki maður sérstaklega hröðum og góðum snúningi. Kringlan flaug hátt og ótrúlega langt og hafnaði á grasflet- inum nærri heilum metra fyrir aftan flaggið, sem táknaði hans eigin heims- met. Kastið mældist 65,22 m., og áhorf- endur höfðu þar með orðið vitni að fyrsta 65 m-kastinu í sögu þessarrar íþróttagreinar. Keppniferill Daneks á árinu 1965 var mjög glæsilegur, og tók af öll tví- mæli um að hann væri orðinn mesti kringlukastari heims. Snemma á keppnitímabilinu fór hann til Bandaríkjanna, og sigraði í fimm skipti af sex, sem hann keppti. Að vísu gat olympíumeistarinn Oerter ekki tekið þátt í þessum mótum, en samt verður þetta að teljast mjög góð- ur árangur hjá útlendingi á heimavöll- um Bandaríkjamanna, sem jafnan hafa átt flesta af beztu kringluköstur- um heims. Danek sigraði m. a. á AAU- f rj álsíþróttameistaramótinu. Flestir beztu kringlukastarar Bandaríkjanna kepptu við Danek í þessari ferð. Á einu mótinu, í Long Bach í Kaliforníu, setti Jay Silvestar nýtt bandarískt met — 64,16 m., en það nægði ekki til að sigra Danek. í keppni slíkra afburðamanna reynir ekki síður á taugastyrkleika og hugarjafnvægi en á líkamlega hæfi- leika og kunnáttu. Danek var úttaug- aður en ánægður, þegar hann kom heim. „Þessi ferð var prófsteinninn á þjálfun mína og hæfni,“ sagði hann. „Ég vissi, að allt þar til síðasta kasti var lokið í hverri keppni, varð ég að vera búinn undir hvað sem var“. Sú stæling og uppörvun, sem Danek fékk í Ameríkuferðinni, ásamt áfram- haldandi þjálfun, gerði honum kleyft að ná frábærum keppniárangri út allt árið, enda þótt enginn Evrópumaður gæti veitt honum neina verulega keppni. Danek keppti 42svar á árinu, og meðalkastlengd hans var 60,96 m., og er slíkur árangur einsdæmi. Hann hefur 10 sinnum kastað yfir 63,00 m., og aðeins einum manni öðrum (Sil- vester) hefur tekist að varpa einu sinni 12 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.