Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1966, Síða 8

Skinfaxi - 01.04.1966, Síða 8
stjórnar fyrir næsta sambandsráðs- fund. Ferðakostnaður nefndarinnar skal greiddur úr sambandssjóði. 24. sambandsþing UMFÍ telur æski- legt að eitt hefti Skinfaxa verði helgað Þrastaskógi að mestu með tilliti til þeirra framkvæmda, sem nú fara þar fram. Verði þar rakin saga staðarins frá því hann komst í eigu UMFÍ 1911. Bindindismál Þingið minnir á fyrri samþykktir um bindindismál og hvetur forráðamenn þjóðarinnar til að ganga þar á undan með góðu fordæmi. — ísland vínlaust land, án allra banna —, ætti að vera takmark þjóðarinnar. Þingið lýsir ánægju sinni yfir þeirri viðleitni ým- issa héraða að gangast fyrir vínlaus- um, menningarlegum skemmtisam- komum ungmenna, og hvetur öll sam- bönd til þess að leita eftir samstöðu í sínu héraði um þau mál. Endurreisn biskupsstóla Þingið hvetur til endurreisnar Skál- holts og Hóla, og þakkar þær fram- kvæmdir, sem þegar hafa orðið, eink- um í Skálholti. Afhending íslenzku handritanna 24. sambandsþing UMFÍ fagnar því, að danska þjóðþingið hefur nú samþykkt að afhenda Islendingum handritin. Sambandsþingið telur, að sam- þykktin og afhending handritanna beri ljósan vott um skilning dönsku þjóðarinnar á menningararfleifð Isl- endinga, og verði til þess að treysta vináttubönd þessarra frændþjóða. Þingið lítur svo á, að afhending hand- ritanna verði sígilt fordæmi um sam- skipti þjóða. Þingið beinir þeim tilmælum til ríkisstjórnar íslands, að hún bjóði heim forsætisráðherra Danmerkur í þakklætis- og virðingarskypi vegna afgreiðslu þeirrar, er handritamálið hlaut í danska þjóðþinginu. Leiðir til tekjuöflunar 24. sambandsþing UMFl felur vænt- anlegri stjórn að athuga um leiðir að föstum tekjustofni, t. d. að fá að leggja ákveðið gjald á allt sælgæti, sem fram- leitt er hverju sinni. Einnig að kynna sér hvort fleiri leiðir koma til greina. Tekjur sambandsins Hvað fjárhagsáætlun viðkemur sér þingið sér ekki fært að gera neinar 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.