Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1966, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.04.1966, Blaðsíða 10
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Tímamót í kringlukasti Á síðasta ári gerðist sá merkisatburð- ur í sögu frjálsíþrótta, að tékkneski kringlukastarinn Ludvik Danek kast- aði kringlunni yfir 65 metra fyrstur manna. Þetta gerðist í októbermánuði, þ. e. ári eftir að honum tókst að ná öðru sæti á olypíuleikjunum í Tokíó á eftir Bandaríkjamanninum A1 Oerter. Kringlukast er ein af hinum klass- isku íþróttagreinum, sem runnar eru frá hinu forna gríska menningarríki, er hafði frjálsíþróttir í hávegum á blómaskeiði sínu. Þegar olympíuleik- arnir voru endurreistir 1896, var að sjálfsögðu keppt í kringlukasti, og stóðu keppendurnir þá á þverhníptum palli líkt og hin fræga myndastytta frá Myron, sem gerð var á 5. öld fyrir krist. Nokkrum árum eftir endurreisn olympíuleikanna voru kringlukastar- ar leystir úr þessum viðjum. Þeim var leyft að stíga niður af pallinum, og snúningurinn var fundinn upp. Úr því þurfti ekki að bíða lengi eftir 40 m. og 50 m. köstum. Saga frjálsíþrótta greinir frá sívax- andi árangri í kringlukasti, sem að sjálfsögðu byggist á sífellt markviss- ari þjálfun og tekniskum framförum. Listinn yfir heimsmetin allt frá árinu 1912 lítur þannig út: 47,58 Duncan (USA) Celtic Park 2.6.12 47,61 Lieb (USA) Chicago 14.9.24 47,89 Hartranft (USA) San Fransisco 2.5.25 48,30 Houser (USA) Palo Alto 3.4.26 49,90 Krenz (USA) Palo Alto 9.3.29 51,03 Krenz (USA) Palo Alto 17.5.30 51,73 Jessup (USA) Pittsburgh 23.8.30 52,42 Anderson (Svíþjóð) Oslo 25.8.34 53,10 Schröder (Þýzkaland) Magdeburg 28.435 53,26 Harris (USA) Palo Alto 20.6.41 53,34 Consolini (Italíu) Milano 26.10.41 54,23 Consolini (Italíu) Helsinki 14.4.46 54,93 Fitch (USA) Minneapolis 8.6.46 55,33 Consolini (Italíu) Milano 10.10.48 56,46 Gordien (USA) Lissabon 9.7.49 56,97 Gordien (USA) Hameenlinna 14.8.49 57,93 Iness (USA Lincoln 20.6.53 58,10 Gordien (USA) Pasadena 11.7.53 59,28 Gordien (USA) Pasadena 22.8.53 59,91 Piatkowskk (Pólland) Warsjó 14.6.59 59,91 Babka (USA) Walnut 12.8.60 60,56 Silvester (USA) Frankfurt/M. 11.8.61 60,72 Silvester (USA) Brussel 20.8.61 61,64 Trussenjew (Sovét) Leningrad 4.6.62 62,45 Oerter (USA) Chicago 1.7.62 62,62 Oerter (USA) Walnut 27.4.63 62,94 Oerter (USA) Walnut 25.4.64 64,55 Danek (Tékkoslov) Turnov 2.8.64 65,22 Danek (Tékkoslov) Sokolovo 12.10.65 Ludvik Danek hafði keppt 11 sinn- um á 29 dögum og 36 sinnum alls á ár- inu 1965, er hann hóf keppni á íþrótta- SKINFAXI 10

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.