Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1966, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.04.1966, Blaðsíða 4
un hjá æskulýðnum, á aldrinum 15— 30 ára, til þess að starfa fyrir sjálfa sig, land sitt og þjóð. — Að temja sér að beita starfskröft- um sínum í félagi og utan félags. — Að reyna af fremsta megni að styðja, viðhalda og efla allt það, sem þjóðlegt er og rammíslenzt og horfir til gagns og sóma fyrir hina íslenzku þjóð. Sérstaklega skal leggja stund á að fegra og hreinsa móðurmálið. Jóhannes hafði kynnst norsku ung- mennafélagshreyfingunni, er hann dvaldi í Noregi, og Þórhallur hafði dvalið í Askov í Danmörku og kynnst Grundtvig - kenningunni. Þegar þeir komu heim til íslands, urðu þeir sam- mála um að stefnur þessar hlytu að geta orðið til vakningar hér á landi ekki síður en með frændþjóðum okk- ar. Það varð niðurstaða þeirra fé- laga, að þeir skyldu freista þess að stofna ungmennafélag við Eyjafjörð. En þeir létu ekki þar við sitja að stofna Umf Akureyrar, heldur héldu þeir á- fram að ryðja brautina fyrir þjóðleg- an metnað, félagshyggju og hreysti æskunnar í hinum ýmsu byggðum landsins. íslenzk æska í dag á þessum frumherjum mikið að þakka. Með eld- móði sínum, framsýni og óbilandi trú á framtíðð lands og þjóðar lögðu þeir grundvöllinn að ungmennafélags- hreyfingunni, sem í 60 ár hefur sannað, að hún er heppilegasta félagsformið til að sameina unga fólkið í hinum dreifðu byggðum til hinna margvís- legustu félagsstarfsemi. í endurminningabók sinni segir Jó- hannes Jósepsson m. a. frá árdög- um ungmennafélagshreyfingarinnar á þessa leið: „ ... við Þórhallur lögðum land und- ir fót og ferðuðumst um næstu sveitir í Eyjafirði og stofnuðum félög. Hvar- vetna streymdi unga fólkið inn í þessi samtök. Ungmennaíélagshreyfingin barst með vindi um landið, og fyrir vorið höfðu verið stofnuð allmörg fé- lög í flestum landsfjórðungum. Við ætluðum ungmennafélögunum stórt hlutverk 1 þjóðlífinu. Þau áttu — hvorki meira né minna að endur- vekja reisn þjóðveldistímabilsins — verða aflvaki allra dáða og skóli þjóð- legra mennta, andlegra og veraldlegra. Þeir félagar fluttu margar ræður á þessum tímum og brýndu ungt fólk til dáða með eldlegum málflutningi. Þeir skírskotuðu til þjóðarsamvizkunnar og reyndu að vekja stolt íslendinga með því að vitna til fornrar menningar þjóðarinnar og afreksmanna Söguald- arinnar. Það er örðugt fyrir æskufólk nú á dögum að gera sér grein fyrir þeim óskaplega erfiðu aðstæðum, sem þessir brautryðjendur ungmennafé- lagshreyfingarinnar störfuðu við, er þeir fluttu boðskap sinn. Jóhannes lýs- ir í bók sinni hversu hugur almennings var um aldamótin lamaður eftir alda- langa kúgun erlendrar harðstjórnar. Vanmetakenndin hindraði fólk í að rétta úr kútnum og félagsleg hugsun var nær óþekkt. Þessu fylgdi aumk- unarverð dýrkun á útlendingum og öllu því sem útlent var. — „Óþrifinn múgur, sem óttaðist lúsabrest. Gjör- kúguð þjóð, sem tók ofan og hneigði sig fyrir svörtum kolamokurum — ef þeir voru útlenzkir“. Og enn segir Jóhannes í endurminn- ingum sínum: „ ... Ósómi ísler zku þjóðarinnar mátti heita óbreytf .ir um síðustu alda- 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.