Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1966, Qupperneq 16

Skinfaxi - 01.04.1966, Qupperneq 16
V erðlaunaafhending Á þinginu afhenti sr. Eiríkur J. Eiríks- son afreksbikar UMFl., en hann hlaut Þuríður Jónsdóttir frá Selfossi fyrir mjög glæsilega árangra í íþróttum á landsmótinu á Laugarvatni. Guðmundur Jónsson, bróðir Þuríð- ar, var kjörinn afreksmaður ársins 1965 innan HSK og hlaut hann fagran grip til minningar um þetta. Stjórnarkjör Við stjórnarkjör var Jóhanns Sig- mundsson í Syðra-Langholti kjörinn formaður, en þeir Eggert Haukdal og Hafsteinn Þorvaldsson voru endur- kjörnir í sæti gjaldkera og ritara Skarphéðins. Sigurður Greipsson var kjörinn heiðursformaður sambandsins. ÍSÍ heiörar Sigurð Sunnudaginn 6. þ. m. átti stjórn ÍSÍ fundi í Tryggvaskála með stjórn HSK., varastjórn og ýmsum forustumönnum Skarphéðins. Fundurinn hófst með því, að Jó- hannes Sigmundsson, form. HSK., bauð gesti velkomna. Sérstaklega bauð hann stjórn ÍSl velkomna og lýsti ánægju yfir því að fá svo góða gesti í heimsókn. Síðan afhenti hann Sigurði Greipssyni, hinum nýkjörna heiðurs- formanni HSK, skrautritað ávarp er stjórn sambandsins lét gera í tilefni af kjöri Sigurðar í þessa virðingarstöðu. Næst tók til máls forseti ÍSÍ, Gísli Halldórsson. Flutti hann HSK þakkir vegna farsældar í störfum á sviði íþróttamála. Lagði hann áherzlu á hve landsmótið á Laugarvatni, er Skarp- héðinn sá um s. 1. sumar, hefði vel tekizt. Afhenti hann HSK ávísun á kr. 10.000,00, sem viðurkenningu fyrir vel unnin störf á s. 1. ári. Síðan ávarpaði Gísli Halldórsson hinn nýkjörna heiðursformann HSK. Þakkaði hann Sigurði farsæla forystu í íþrótta- og uppeldismálum í 40—50 ár og afhenti honum viðhafnarútgáfu af Ijóðum Einars Benediktssonar, áletr- aða af stjórn ISÍ. Aður heiur Sigurður verið sæmdur gullmerk] ISÍ vegna forystustarfa í íþróttamaium. Sigurður Greipssor; þakkaði þann heiður er sér væri syndur og árnaði íþróttasambandi Islands allra heilla. Nokkrir fleiri tóku til máls, m. a. Bene- dikt G. Waage, heiðursforseti ÍSl. Eggert Haukdal gjaldkeri HSK, Stefán Jasonarson varaform. HSK og Haf- steinn Þorvaldsson ritari HSK. Að lokum þakkaði Jóhannes Sig- mundsson gestum fyrir komuna og óskaði þeim góðrar heimferðar. Skýrsla um 12. landsmót UMFÍ er nýlega komin út, og hefur Þorsteinn Einarsson, leik- stjóri landsmótsins, séð um útgáfuna. Hér er um að ræða einstaklega vandaða heimild um landsmótið, og er það mjög mikils virði fyrir ungmennafélagssamtökin að eiga aðgang að jafnágætri skýrslu um þetta stóra mót í skýrslunni eru taldir upp allir keppendur og starfsmenn á mótinu. Þá er einnig greint frá úrslitum í öllum keppnisgreinum, bæði und- ankeppni og úrslitum. 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.