Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1966, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.04.1966, Blaðsíða 15
Hann þakkaði öllum samstarfsmönn- um sínum í stjórn Skarphéðins fyrr og síðar, og einnig færði hann þakkir öllum þeim, sem sýnt hefðu Skarp- héðni velvild í orði og verki. Sigurður færði Skarphéðni að gjöf veglegan fundarhamar í axarlíki, gerð- an af eplatré og vínviði, sem hvor- tveggja var ræktað heima hjá honum. Hinrik Þórðarson frá Útverkum á Skeiðum smíðaði hamar þennan og skreytti hann með útskurði. Hinrik hafði einnig skorið merki landsmótsins á Laugarvatni í skjöld, sem Þorsteini Einarssyni íþróttafull- trúa var færður fyrir ómetanlega að- stoð við Skarphéðinn bæði fyrr og síðar, og þó sérstaklega í sambandi við landsmótið. Hermann Sigurjónsson í Raftholti flutti Sigurði Greipssyni þakkir fyrir hönd þingsins og Héraðssambandsins Skarphéðins. Sagði Hermann m. a., að þeir, sem starfað hefðu með Sigurði, myndu aldrei geta annað en tengt sam- an nöfn þeirra Sigurðar og Skarphéð- ins, og þannig myndi það einnig verða um ókomin ár. Eiríkur J. Eiríksson, formaður UMFl, þakkaði Sigurði fyrir langa og dygga þjónustu við málstað ung- mennafélaganna og fyrir samvinnu og samveru undanfarna ártugi. Gestir þingsins voru: sr. Eiríkur J. Eiríksson, sambandsstjóri UMFÍ., Ármann Petursson, gjaldkeri UMFÍ., Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi og Björn Fr. Björnsson, sýslumaður Rangæinga. Mörg mál voru rædd á þinginu og margar ályktanir samþykktar í íþrótta- og menningarmálum. Að kvöldi fyrri dagsins var kvöld- vaka, sem Umf. Njáll sá um, þar flutti sr. Sigurður Haukdal á Bergþórshvoli ávarp, Haraldur Júlíusson í Akurey las ágrip af sögu Umf. Njáls, karlakór söng nokkur lög og Vigfús Sigurgeirs- son sýndi kvikmynd, sem hann tók á landsmótinu á Laugarvatni s. 1. sumar. Um nóttina gistu þingfulltrúar á bæjum í Vestur-Landeyjum. Síðari dag þingsins hófust nefndar- störf kl. 10 árdegis, en þingfundi var fram haldið eftir hádegi. Núverandi stjórn Skarphéðins: Fró vinstri: Hafsteinn Þorvaldsson, Jóhannes Sigmundsson (formaður) og Eggert Haukdal. SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.