Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1966, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.06.1966, Blaðsíða 3
Eiríkur J. Eiríksson, form. U.M.F.Í. íslenzk augu Avarp við vígslu félagsheimilis að Borg í Grímsnesi 19. febrúar 1966 Sigurður Nordal: „Mosfell í Grímsnesi mestur bær á íslandi“. „Hvernig það?“ spurði ég. „Staðurinn fagur, — en þaðan eru runnar mestar og göfugastar ættir ís- lendinga“. Við Mosfellinga er átt að sjálfsögðu. Þeim hefur fróður maður lýst svo, að þeir hafi verið friðsamir, stjórnvitrir og rótgrónir í innlendri menningu. Þeir móta þjóðarsöguna að miklu leyti frá 1000 til 1118. Kona Ketilbjarn- ar á Mosfelli er af kristinni móður al- in og ættin kemur á kristni á Islandi, skipuleggur íslenzka kirkju og lagar hana að íslenzkum lögum og menn- ingu og býr þjóðmenning okkar að þeim grundvelli allt til þessa dags. Vel sóma sér aðrar landnámsjarðir hér í Grímsnesi. Er þar að telja Önd- verðarnes og Búrfell, er Grímur nam hvora eftir aðra, en við hann er sveit- in kennd, er var göfugastrar ættar sem Ketilbjörn á Mosfelli, en Noregsdrott- ning Haraldar hárfagra og hann voru systkinabörn. Klausturhóla byggði þriðja land- námsmaðurinn hér, Hrafnkell hálf- bróðir Ketilbjarnar. SKINFAXI Nýlega var að því vikið, að forn frægð okkar íslendinga væri lítt á vit- orði þjóða 1 dag. Ekki skal því hnekkt. En hvar vær- um við íslendingar í dag án fornmenn- ingar okkar og íslenzkrar og aftur segi ég íslenzkrar? í nýrri alfræðiorðabók hins heims- kunna brezka útgáfufyrirtækis Pen- guin, segir um íslendinga, að þeir séu mest menningarþjóð Evrópu. Það má sjálfsagt deila um hver forn- menning sé mest; Grikkja, Rómverja, Kelta, íslendinga. En er ekki sá hlutur okkar mestur, að við höfum varðveitt arfinn bezt? Arfinn varðveitum við aðeins með því að ávaxta hann. Sköpun og vöxtur, líf og barátta verður að eiga sér stað. Efnahagsmál varða miklu, en þjóð- ernismál eru ekki fyrst og fremst fjárhagslegs eðlis — væri svo, myndi lausn þeirra vera, að ein þjóð sé rík- ust og stærst — réði öllu. Athyglisverðurst þjóðanna að þessu leyti eru ísraelsmenn fyrr og síðar. Ævinlegur konungur þeirra var Dav- íð. Hið mikla ytra veldi Davíðs kon- 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.