Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1966, Síða 14

Skinfaxi - 01.06.1966, Síða 14
mótsins og á annað hundrað sjálfboðaliðar unnu þar gott starf, þar af um 30 frá UMSE. Sr. Jón Kr. ísfeld og Þóroddur Jóhannsson fluttu fræðsluerindi í 6 barnaskólum á sam- bandssvæðinu um skaðsemi áfengis og tób- aks. íþróttastarfið var blómlegt hjá sambandinu. íþróttakennslu önnuðust íþróttakennararnir Sigurð Sigmundsson og Halldór Gunnarsson og ennfremur Þórod.dur Jóhannsson. Umf. Þorsteinn Svörfuður var stigahæst á héraðs- móti UMSE í frjálsíþróttum. UMSE sendi 41 keppanda á landsmót UMFÍ að Laugarvatni. Innan UMSE er einnig keppt í knattspyrnu, sundi, skíðaíþróttum, bridge og skák, og glíma og starfsíþróttir eru einnig á dagskrá. UMSE hafði tvö sumarbúðanámskeið að Lauglandi í Eyjafirði, og er þetta mjög mikil- væg starfsemi með tilliti til unga fólksins, sem er að vaxa upp. Kenndar voru frjáls- íþróttir, sund, knattspyrna, handknattleikur og dans. Einnig voru umferðarreglur kynntar og hjálp í viðlögum. Fyrra námskeiðið var fyrir börn á aldrinum 11—13 ára, og voru þátttakendur um 40, cn seinna námskeiðið var fyrir 14—16 ára unglinga og voru þátt- takendur um 30. Ýmiskonar félagsstarfsemi önnnur, t. d. leikstarfsemi o. fl., var með miklum ágætum hjá UMSE. Ungmennasamband Skagfjarðar (UMSS) hélt 47. ársþing sitt að Héðinsmynni í Akrahreppi 24. apríl s. 1. í stjórn sambandsins voru kosn- ir: Guðjón Ingimundarson, Helgi R. Trausta- son, Sigurður Jónsson, Stefán Guðmundsson og Árni M. Jónsson. Á árinu 1965 var íþróttalíf með bezta móti í héraðinu, og átti UMSS um 30 keppendur á landsmóti UMFÍ, en þeir kepptu í sundi, frjálsíþróttum og knattspyrnu, Auk þess fóru 60 Skagfirðingar í hópferð á landsmótið á vegum UMSS. Auk áðurgreidra íþróttagreina eru einnig iðkaðar eftirtaldar íþróttir innan sambandsins: Körfuknattleikur, handknatt- leikur, skíðaíþróttir og skák. Umf. Tindastóll sigraði á héraðsmóti UMSS í frjálsum íþrótt- um með 93 stigum og í Sundmóti UMSS með 121 stigi. Unglingameistaramót Islands í sundi var haldið í Sundlaug Sauðárkróks 12. sept, Hinn ágæti sundmaður Birgir Guðjóns- son hlaut afreksbikar þann, sem Samvinnu- tryggingar hafa gefið til að veita árlega bezta afreksmanni UMSS í íþróttum ár hvert. Ungmennnasamband Kjalarnesþings (UMSK) hélt 43. þinng sitt að Hlégarði í Mosfellssveit 12. desember s. I. Stærsta viðfangsefni UMSK á síðasta ári var þátttaka sambandsins í landsmóti UMFI að Laugarvatni, en þar kepptu 41 frá UMSK. Þessir þátttakendur hlutu 89 stig á mótinu og urðu í 4. sæti að heildarstigatölu. Sam- bandsmót voru haldin í frjálsum íþróttum og starfsíþróttum. UMSK sá um „Fjögurra- bandalagakeppnina“ 1965, og fór hún fram á Ármannsvellinum í Reykjavík 5. september. UMSK og ÍBA fengu 74 stig hvort og UMSE 65 stig, en ÍBK mætti ekki til keppninnar. Þá keppti UMSK við Héraðssambandið Skarp- héðinn í frjálsum íþróttum, og fór sú keppni fram að Laugarvatni. HSK vann með 109 stigum gegnn 94. Áætlað er að slík keppni fari fram árlega framvegis. Mikill áhugi ríkti á þinginu fyrir málum sambandsins og fyrir eflingu þess. Ármann Pétursson, gjaldkeri UMFÍ og Hermannn Guð- mundsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ fluttu ávörp og kveðjur frá heildarsamtökunum. Úlfar Ármannsson var endurkjörinn for- maður UMSK, en aðrir stjórnarmeðlimir eru: Gestur Guðmundsson, Sigurður Skarphéðins- son, Þórir Hermannsson, Birgir Guðmundsson og Gísli Snorrason, Víðavangshlaup skóla í Kjalarnesþingi Sunnudaginn 24. april síðastliðinn fór fram á íþróttasvæðinu að Hlégarði í Mosfellssveit, víðavangshlaup skóla í Kjalarnesþingi. Veður var hið ákjósanlegasta. Rétt til þátttöku höfðu allir skólar á sambandssvæði Ungmennasam- bands Kjalarnesþings, sem einnig sá um fram- 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.