Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1966, Page 19

Skinfaxi - 01.06.1966, Page 19
framkvæmdanefnd. Einn fulltrúi er frá hvorum aðila, samvinnuhreyfing- rinni og verkalýðshreyfingunni og skal tilnefndur til tveggja ára í senn. Forstöðumaður skólastarfs á vegum samvinnuhreyfingarinnar á sæti í framkvæmdanefnd, en hann er jafn- framt skólastjóri bréfaskólans. I framkvæmdanefnd bréfaskólans eiga eftirtaldir menn sæti: Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS Hannibal Valdimarsson, forseti ASÍ Guðmundur Sveinsson, skólastjóri. í samræmi við reglugerð Bréfaskóla SÍS og ASÍ og yfirlýstan vilja forráða- ^nanna menntastofnunarinnar hefur verið hafizt handa um útgáfu nýrra kennslubréfaflokka. Verður aukning- in fyrst og fremst fólgin í þrennu. Þar ®emur til: 1) Framlag verkalýðshreyfingar- innar. 2) Framlag samvinnuhreyfingar- innar. 3) Almennt fræðslu- og námsefni, samið og kennt í samstarfi við ýmsa aðila, samtök og einstakl- inga. Skal leitast við að gera grein fyrir aukningunni í hverjum þættinum fyr- ir sig. k Framlag verkalýöshreyfingarinnar. Alþýðusamband íslands mun hið fyrsta láta semja kennslubréfaflokka 1 4 greinum: a) Hagrœðing. Samningu kennslu- bréfanna og kennslu annast Kristmundur Halldórsson, hag- ræðingarráðunautur ASÍ. b) Bókhald verkalýðsfélaga. Höf- undur bréfanna og kennari verð- SKINFAXI ur Guðmundur Ágústsson, hag- fræðingur og skrifstofustjóri ASÍ. c) Vinnulöggjöfin eins og hún horf- ir við verkalýðshreyfingunni og beinist að henni. d) Saga verkalýðshreyfingarinnar á íslandi. Ekki hefur endanlega verið gengið frá samningu tveggja síðari bréfa- flokkanna svo að hægt sé að greina frá höfundum og kennurum. 2. Framlag samvinnuhreyfingarinnar. Samband íslenzkra samvinnufélaga undirbýr námskeið fyrir starfsfólk samvinnusamtakanna í ýmsum grein- um, er snerta starfsemi þess. Verður bréfaskólinn látinn gefa út kennslu- bréfaflokka, er hagnýta megi á þeim námskeiðum. Þessir bréfaflokkar verða nokkurn tíma í mótun og því ósennilegt, að þeir verði tiltækir til almennra nota á þessu eða næsta ári. Sumir munu líka það sérhæfðir og miðaðir við þarfir samvinnuhreyfing- arinnar, að útilokar almenna notkun. Eftirfarandi flokkar hafa verið áform- aðir: a) Kjörhúðin. b) Búðarstörf í samvinnuverzlu. c) Deildarstjórn. d) Vandamál vörurýrnunar. e) Verkstjórn i frystihúsum. Samningu kennslubréfanna sem og kennslu í þessum flokkum munu hafa með höndum starfsmenn þeir á vegum samvinnuhreyfingarinnar, er forstöðu veita og kennslu á fyrrgreindum nám- skeiðum. Þá munu samvinnusamtökin láta hið fyrsta semja kennslubréfaflokka í þessum greinum: 19

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.