Skinfaxi - 01.06.1966, Page 20
a) Saga samvinnuhreyfingarinnar
íslenzku.
b) Mannleg samskipti (Public
Relations).
3. Önnur nýmæli í starfsemi Bréfa-
skóla SÍS ag ASÍ.
Til viðbótar við hið sérstaka fram-
lag verkalýðshreyfingarinnar og sam-
vinnuhreyfingarinnar verður brotið
upp á ýmsum nýmælum öðrum í starf-
semi bréfaskólans. Þar má sérstaklega
benda á fernt:
a) Aastoð við fjölmenn heildarsam-
tök.
a) Aðstoð við fjölmenn heildarsam-
ina.
c) Aðstoð við starfshópa.
d) Gripið á þjóðfélagsvandamálum
og boðinn fram stuðningur til úr-
bóta.
Þar sem mörg af nýmælum þeim, er
hér um ræðir, eru enn á fyrsta undir-
búningsstigi, er erfitt að gera þeim
skil. Þó skal bent á nokkur atriði:
a) Aðstoð við fjölmenn heildarsam-
tök. Tveim fjölmennum heildar-
samtökum á íslandi; Ungmenna-
sambandi íslands og Kvenfélaga-
sambandi íslands hefur verið gef-
inn kostur á að fá gefna út kennslu-
bréfaflokka, er orðið gætu þeim til
ávinnings. Yrði hér um að ræða
fræðslu um ýmsa þætti æskulýðs-
mála annars vegar, en aðild kon-
unnar og breyttar aðstæður í nú-
tíma samfélagi hins vegar. Gæti
þetta samstarf bréfaskólans og
hinna fjölmennu heildarsamtaká
orðið upphaf heillaríkrar þróunai
í íslenzku þjóðfélagi með aðild
fleiri hliðstæðra heildarsamtaka.
b) Aðstoð við frœðslumálastjórnina.
Fræðslumálastjóra, Helga Elías-
syni, hefur verið greint frá vilja
forráðamanna bréfaskólans, að
hann tæki að sér í einhverju formi
hliðstætt hlutverk og bréfaskólar
hafa með höndum sums staðar er-
lendis, t. d. í Svíþjóð. í umræddum
löndum eru bréfaskólarnir felldir
að nokkru inn í hið almenna
fræðslukerfi til uppfyllingar og að-
stoðar. Er þetta einkum gert, þegar
um kennaraskort er að ræða eða
erfitt að tryggja sérmenntaða
kennslukrafta í ákveðnum náms-
greinum. Hefur samstarf bréfa-
skólanna og fræðslumálastjórnar-
innar gefið góða raun í dreifbýli
sumra landa. Niðurstaða umræðna,
sem átt hafa sér stað, er sú, að
gaumgæfilega skuli athugað fyrir-
komulag allt og samstarf fræðslu-
málastjórnar og bréfaskóla í þeim
löndum, þar sem reynsla er fengin
af slíku.
c) Aðstoð við starfshópa. Forráða-
menn bréfaskólans hafa tekið vel
beiðnum, sem borizt hafa um að-
stoð við ákveðna starfshópa. Meðal
slíkra starfshópa má nefna banka-
menn, er hafa komið á framfæri
beiðni um hugsanlega fyrir-
greiðslu.
d) Þjóðfélagsvandamál og sköpun
samstöðu til úrhóta. Forráðamenn
Bréfaskóla SÍS og ASÍ líta á það
sem mikilvægan þátt í starfsemi
menntastofnunarinnar að ljá lið til
lausnar á aðkallandi þjóðfélags-
vandamálum. Af slíkum hefur at-
hyglin beinzt fyrst og fremst að
tveim verkefnum. Er áformað að
Framhald á bls. 25.
20
SKINFAXI