Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1967, Page 4

Skinfaxi - 01.04.1967, Page 4
STUÓRN UMSK í síðasta blaði var skýrt frá ársþingi Ungmennasambands Kjalarnesþings. Við þá frétt viljum við bæta því, að stjórn sambandsins er skipuð þessum mönnum: Gestur Guðmundsson, form. Þórir Hermannsson, varaform. Sigurður Skarphéðinsson. Birgir Guðmundsson. Gísli Snorrason. Hallgrímur Sigurðsson. Við höfum t. d. lagt drög að því, að saminn verði söguleikur til flutnings á mótinu, og þá vitanlega með sögu- þræði úr Austfirðinga sögum, enda af nægu efni að taka. Austfirðir hafa al- ið ýmsa góða rithöfunda, og okkur þætti fara vel á því að höfundur sögu- leiksins yrði úr þeirra hópi. — Hvað er að frétta af íþróttalífinu hjá ykkur? — Við leggjum áherzlu á að efla það sem mest, sérstaklega vegna landsmótsins. Við munum hafa íþróttanámskeið hér á Eiðum í vor, og reyna að skipuleggja íþróttakennsl- una sem mest í sumar og alveg fram að landsmótinu. Eins og kunnugt er, þá hefur hin gífurlega sókn í vinnu- aflið hér eystra um síldartímann háð öllu félagsstarfi og reglulegum íþrótta- æfingum, en við vonum að íþróttirn- ar og félagsstarfið fái samt verðugan skerf af áhuga og athygli, þegar svona átak er á döfinni hér á Austurlandi. Landskeppni UIVIFÍ I skák Fyrsta landskeppni Ungmennafélags íslands í skák verður háð dagana 6. og 7. maí n .k. í Leirárskóla í Borgarfirði. Keppnin hefst kl. 1 síðdegis laugar- daginn 6. maí. Heppilegast var talið að hafa keppn- ina í Borgarfirði með tilliti til fjar- lægðar milli þátttakenda. Þetta verður sveitakeppni, og verða fimm menn í hverri sveit. Miklar von- ir eru bundnar við að þessi þáttur starfseminnar megi verða sem beztur í framtíðinni. Skákstjóri verður Jón Pálsson, en hann hefur einnig unnið gott starf við undirbúning mótsins. Fimm héraðssambönd hafa ákveðið að taka þátt í þessu fyrsta skákmóti UMFÍ: Ungmennasamband Eyjafjarð- ar, Ungmennasamband Austur-Húna- vatnssýslu, Héraðssamband Snæfells- ness- og Hnappadalssýslu, Héraðssam- bandið Skarphéðinn og Ungmenna- samband Kjalarnessþings. Fleiri sambönd höfðu hug á þátt- töku, en gátu það ekki að þessu sinni vegna ónógs undirbúnings. Áformað er að slík skákkeppni fari fram árlega í framtíðinni, og má búazt við mjög vaxandi þátttöku. Nánar verður skýrt frá skákmótinu, og væntanlega frá úrslitum, í næsta hefti Skinfaxa. 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.