Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1967, Qupperneq 8

Skinfaxi - 01.04.1967, Qupperneq 8
Ungmennafélagar settu mestan svip á „Allsherjarmótið" 17. júní 1911. I Umf. Iðunni voru eigöngu stúlkur, en félagið hafði mjög mikið samstarf við UMFR, þannig að félögin voru nónaast sem tvœr deildir í sama félagi. lokum upp dálítinn menningarsögu- legan þátt af þeim félögum, sem líka er tengdur ungmennafélagshreyfing- unni. Jóhannes Kjarval var í hópi þess áhugasama æskufólks, sem starfaði í Ungmennafélagi Reykjavíkur fyrstu árin. Ungmennafélagar höfðu trú á hinum unga listamanni, og sýndu það með því að efna til happdrættis um eitt málverka hans til að styrkja hann til námsferðar til útlanda. Árið 1908 er fyrst minnst á Kjarval á prenti. Þá birtist grein um hann í blaðinu Austra, og greinarhöfundur var Guðbrandur Magnússon. Kjarval hafði þá haldið fyrstu sýningu sína hér í Reykjavík, en Reykjavíkurblöðin höfðu ekki séð ástæðu til að geta þess. Eftirfarandi kafli úr grein Guðbrandar sýnir vel hversu mjög starf ungmennafélag- anna var tengt trúnni á íslenzka menningu, sem aftur á móti var sönn- unargagn þeirra fyrir því að við ætt- um rétt á sjálfstæði: „... Það, að slík- ir hæfileikar brjótast í gegn hér við þessar aðstæður, er þá enn ein sönn- unin fyrir því, að við séum þess um- komin að rétta út hendina eftir frelsi okkar og fullveldi...“ TIL KAUPENDA SKINFAXA Fyrir ári var því heitið hér í blaðinu, að það skyldi koma út reglulega — fjögur hefti á ári, og hefur verið staðið við það loforð. Með hjálp skilvísra kaupenda og allra ungmennafélaga ætti regluleg útkoma ritsins ekki að vera neinum erfiðleikum bundin í framtíðinni. — Það eru því vinsamleg tilmæli stjórnar UMFÍ, að áskriftargjöldin verði skilvíslega greidd. Áskriftargjaldið er kr. 90,00 árgangurinn. Ungmennafélagar! Gerið Skinfaxa að öflugu málgagni fyrir hreyfingu ykkar! 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.