Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1967, Page 30

Skinfaxi - 01.04.1967, Page 30
 RadioneHe-verksmiðjurnar Radionette-verksmi'ðjurnar eru elztu og reyndustu við- tækj og sjónvarpsverksmiðjur Noregs, stofnaðar 1926. Þær hafa ávallt staðið í fararbroddi með hvers kon- ar tæknilegar nýjungar og endurbætur. Árið 1927 byggðu þær fyrsta útvarpstækið, sinnar tegundar, sem mátti tengja beint við 220 voit. í dag eru Radionette-útvarpstækin einnig útbúin hin- um fjölbreytilegustu tæknilegu nýjungum. Nú á síðastl ðnu ári hafa Radionette-verksmiðjurnar teiknað og sent frá sér nýtt transistor ferðaútvarps- tæki, Explorer, sem þær hafa byggt sérstaklega fyrir hin erfiðu hlustunarskilyrði hér á landi. Radionette Explorer ferðatækið er með langbylgju, miðbylgju, 2 stuttbylgjum og bátabylgju. Radionette Explorer er einnig msð samfelldum bassa og diskantstilli, úttaki fyrir plötusp.lara og aukahátalara. Radionette ferða- tækið cr í plastklæddum trékassa og hinn stóri 6” hátalari skilar ákaflega tærum og góðum hljóm. Radionette-verksmiðjurnar hafa ekki látið hér við sitja. Nú hafa Þær byggt segulbandstæki með einni spólu. Þetta er algjör bylting og hefur segulbands- tækið Multicorder vakið hvarvetna óskipta athygli. Segulbandstækið Multicorder er fyrir rafhlöður en það er einnig hægt að fá lítinn straumbreyti með því, svo hægt sé að tengja það beint við 220 volt. Multicorder segulbandstækið er 4 rása og er hægt að leika af sömu spólunni í fullar tólf klukkustundir. Þegar sjónvarpsútsendingar hófust í Evrópu réðust Radionette-verksmiðjurnar í framleiðslu sjónvarps- tækja. Markaðurinn í Evrópu var ákaflega harður og verk- smiðjurnar völdu þá leið að byggja tæki sem skyldu endast vel og reynast ódýr í viðhaldi. Með þessu ætl- uðu Radionette-verksmiðjurnar að vinna á. Þetta tókst og nú eru Radionette tækin seld í yfir 60 lönd- um. Radionette tækin eru byggð fyrir hin erfiðu móttökuskilyrði Noregs, því henta þau einnig ákaf- lega vel hér á landi. Um áratugi hafa Radionette-tækin verið í notkun hér á landi og hafa reynst ákaflega vel. Og í dag eru fleiri þúsund Radionette sjónvarpstækja í notk- un hér á landi og þeim fjölgar stöðugt. Ef þér hugleiðið kaup á útvarps- eða sjónvarpstæki, þá skuluð þér kynna yður verð og gæði Radionette tækjanna áður en þér festið kaup yðar. Þá viljum vér góðfúslega benda yður á einn vegamikinn kost Radionette-tækjanna, og það er að úr þeim öllum má kippa verkinu mjög auðveldlega (þetta getur hver og einn gert) svo hægt er að senda bað á nærliggj- andi viðgerðarverkstæði ef um bilun er að ræða. Þetta er ótvíræður kostur fyrir sveitir og þorp lands- ins, því ekki eru hæfir viðgerðarmenn á hverju strái. Þá stendur verkstæði vort alltaf yður til reiðu, útbú- ið hæfum mönnum og góðum tækjum. Radionette-tækin getið þér skoðað í flestum verzlun- um víða um land. Einnig veitum við yður hvers kon- ar upplýsingar og sendum mynda- og verðlista hvert sem er. Einar Farestveit & p. o. Co. hf. Vesturgötu 2, Reykjavík Box 991 —Sími 16995 30 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.