Skinfaxi - 01.02.1972, Page 5
Sigurður Geirdal:
DANMERKURFERÐ UMFÍ
Þetta er siðari hluti frásagnarinnar, en fyrri hlutinn
birtist í 4.-5. hefti 1971
Við skildum síðast við hópinn á Holst-
erbro stadion þar sem mótsslit höfðu far-
ið fram við hátíðlega athöfn, en það var
að kvöldi sunnudagsins 25. júlí.
Mánudaginn 26. var lagt af stað áleiðis
til Ódense þar sem keppt skyldi við FAF
(Fyns Atletik Forbund). Sú keppni átti þó
ekki að fara fram fyrr en daginn eftir
og gafst því tóm til að skoða sig nokkuð
um á leiðinni. Fyrst var hópnum stefnt
að Hjerl Hede, ævagömlum búgarði, sem
varðveittur hefur verið sem nokkurs kon-
ar byggðasafn og safnað þangað gömlum
húsum og munum og öllu haldið við í
fornum stíl. Þá var komið við á leiðinni
í — Lego Land — en flestir kannast við
leikföngin með — Lego — vörumerkinu
enda eru þau seld um allan heim. Verk-
smiðjan hefur komið þarna upp heilu
þorpi úr — Lego — kubbum, og mynd-
arlegri ferðamannamóttöku.
Merkilegasti áningarstaður okkar á
leiðinni var þó að mínum dómi höfuð-
stöðvar DDGU að Brummersvej í Vejle,
þar eru skrifstofur DDGU, afgr. blaðs
þeirra „Dansk Ungdom og idræt,“ skjala-
söfn og stjórnunanniðstöð samtakanna.
Hópurinn safnaðist saman í garði hússins
og söng af miklum krafti undir stjórn og
undirleik Sigurðar Guðmundssonar. Þess
á milli var hlýtt á frásagnir forystumanna
DDGU af starfi þeirra og skipulagi, og
ekki sakar að geta þess að þama var öll-
um hópnum boðið upp á heitar pylsur,
sem voru vel þegnar, enda eru menn
fljótir að verða svangir á ferðalögum.
Um kvöldmatarleytið komum við svo til
Odense þar sem Paul Grpnning fonnaður
FAF tók á móti okkur og kom hópnum
fyrir í Bálbro skole þar sem farangur-
inn var skilinn eftir en hópnum ekið
rakleitt í Odense Tivoli þar sem kvöldinu
var eytt við mikla kátínu.
Þriðjudagurinn 27. júlí hófst með skoð-
unarferð um Ráðhús borgarinnar, en það
er merkileg bygging og fögur, einkum
vakti listaverkasalur ráðhússins aðdáun
okkar (sjá mynd í 4-5 hefti Skinfaxa 62.
árgang) en raunar gildir það sama um
aðra sali og vistaverur hússins. Leiðsögn
um húsið og frásögn af sögu þess sem
fyrir augu bar, var einnig einstaklega vel
af hendi leyst og gaf það aukið gildi því
sem þarna var að sjá.
íþróttakeppnin hófst svo kl. 18,30 við
hinar beztu aðstæður á Odense stadion,
en greinilegt var þó á keppendum að
þreyta var farin að gera vart við sig í
liðinu enda fjórði keppnisdagurinn hjá
sumum.
Heimferðin
Miðvikudagurinn 28. júlí var dagur
heimferðarinnar, lagt var af stað eld-
SKINFAXI
5