Skinfaxi - 01.02.1972, Side 13
Starfsíþróttir veróa endurnýjaðar og aukin
keppni í þeim.
27. sambandsþing UMFÍ samþykkir að
fela stjórn UMFÍ að hlutast til um, að
með samvinnu við Fimleikasamband ís-
lands, að láta semja og senda út til skóla
og ungmennafélaga, sem þess óska, æf-
ingaseðla í fimleikum, sem ætlaðir eru til
sýninga á héraðshátíðum og við önnur
tækifæri.
27. sambandsþing UMFÍ hvetur sam-
bandsaðila UMFÍ til þess að taka upp
keppni í starfsiþróttum á mótum sínum,
og við önnur tækifæri þegar tilefni gefst
til. Þingið mælir með því, að viðtakandi
sambandsstjórn leiti eftir ráðningu ráðu-
nautar í starfsíþróttum í samvinnu við
atvinnuvegina og félagasamtök þeirra, er
starfa myndi á vegum UMFÍ að þessum
málum.
27. sambandsþing UMFÍ bendir á að
íþróttamót og íþróttakennsla fara stöð-
ugt í vöxt hjá ungmennafélögum. Þegar
kallar í síauknum mæli á hæfa menn til
starfa. Þingið hvetur því sambandsaðila
til að koma á dómaranámskeiðum og leið-
beinendaþjálfun í sem flestum greinum
íþrótta.
27. sambandsþing UMFÍ hvetur sam-
bandsaðila UMFÍ til þess að vinna ötul-
lega að útbreiðslu þjóðaríþróttarinnar
hver á sínu sambandssvæði. Þingið minni
á að íslenzka glíman á nú i vök að verjast
sökum skorts á leiðbeinendum. Þá beinir
þingið því til íþróttakennaraskóla íslands
að gera það sem hægt er til þess að ís-
lenzka glíman megi varðveitast og vegur
hennar vaxa einnig í vitund þeirra kenn-
ara sem sú merka stofnun mun útskrifa
á næstu árum. Einnig beinir þingið til
Glimusambands íslands, að það beiti sér
fyrir sam’-æmdari aðgerðum í dómara-
störfum.
27. sambandsþing UMFÍ þakkar ríkis-
valdinu stórauknar fjárveitingar til í-
þróttasjóðs fyiir árið 1972 skv. fjárlaga-
frumvarpinu, er lagt hefur veri ðfyrir Al-
þingi, og væntir jafnframt áframhald-
andi velviija og stuðnings.
Samskipti viS erlend æskulýðssamtök aukist á
næstunni. Myndin er af hópi íslenzkra ung-
mennafélaga í Danmörku s.l. sumar.
SKINFAXI
13