Skinfaxi - 01.02.1972, Side 15
Sumar-Olympíuleikarnir
í Miinchen
óótjjj
Undirbúningi XXI. sumar-olympíuleik-
anna er haldið áfram af miklum krafti,
en þeir verða háðir í Múnchen í Vestur-
Þýzkalandi í ágúst í sumar. Olympíuleik-
arnir verða stöðugt stærri í sniðum, og
gestgjafarnir hverju sinni leitast við að
gera |)á stórfenglegri en dæmi eru til um
áður. Olympíuframkvæmdirnar í Mún-
chen munu kosta sem svarar 40 milljörð-
um króna, og það er kannski ekki furða,
þótt ýmsum þar í landi þyki nóg um,
enda er það svo, að nú hefur myndast
talsverð andstaða við tilstandið á Bæj-
aralandi. Fjármálaráðherrann í Bayem
hefur t. d. bent á, að reisa mætti 10 full-
komnar skólabyggingar fyrir það fé, sem
varið er í að reisa hið risastóra þak yfir
aðalleikvanginn. Öll borgin er undirlögð
Hluta af þakinu mikla yfir leikvanginn í
Miinchen iyft í stöðu sína.
vegna margs konar byggingarfram-
kvæmda og samgönguframkvæmda.
En ekkert getur stöðvað Þjóðverja í
viðleitninni til að gera þetta veglegustu
í])ráttahátíð til þessa. Aðalolympíuborg-
in er reist í útjaðri Múnchen. Við aðal-
leikvanginn em sæti fyrir 80 þúsund á-
horfendur. Byggð eru íbúðarhús fvrir 14
þúsund keppendur og fréttamiðstöð fyrir
4000 fréttamenn. Olympíusvæðið er sagt
geysilega vel skipulagt og hið listræn-
asta. Yfir því gnæfir 290 metra hár út-
sýnisturn. Ymsir óttast umferðaröng-
þveiti, þegar áhorfendur streyma út af
keppnisstöðunum: 80.000 af aðalleik-
vanginum, 12.000 úr aðalíþróttasalnum,
7.500 frá sundstaðnum, 7000 úr hnefa-
leikahöllinni, 5000 úr hjólreiðaskálanum,
7000 úr fimleikasalnum og 3.500 úr blak-
salnum. Einhvers staðar verða líka kepp-
endurnir að komast fyrir og þar að auki
30.000 starfsmenn leikanna.
Mörgum stóð ógn af hitanum í Mexí-
kóborg 1968 og af hæðinni þar. Núna eru
fön-vindarnir mörgum áhyggjuefni í
Múnchen, en það eru heitir, stundum
ofsalegir, stormar, sem blása frá Alpa-
fjöllum yfir Bæjaraland á sumrin, og
gætu þeir haft slæm áhrif á keppendur
og alla gesti.
En þetta verður „mesta íþróttamót
heims“ segja Þjóðverjar, og allt bendir
til þess að þeim takist að standa við það.
SKINFAXI
15