Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1972, Síða 22

Skinfaxi - 01.02.1972, Síða 22
Guðjón Ingimundarson formaður UMSS flutti skýrslu stjórnar og gjaldkerinn Helgi R. Traustason, las upp reikninga sambandsins og skýrði þá. Stefán Peder- sen framkvæmdastjóri 15. Landsmótsins gerði grein fyrir bráðarbirgðauppgjöri sem sýndi að erfitt verður að láta enda ná saman. Störf UMSS á síðasta starfs- ári snérust að sjálfsögðu að verulegu leyti um undirbúning og framkvæmd lands- mótsins. Á þinginu voru samþykktar margar ágætar tillögur, um gróðurvernd- armál, íþrótta- og félagsmál, bindindis- mál og tillaga sem mælti gegn hugmynd- um um flutning íþróttakennaraskóla ís- lands frá Laugarvatni, o. m. fl. um þjóð- mál og menningarmál. Á þinginu voru af- hentar viðurkenningar fyrir góða frammi- stöðu í íþróttum. Birgir Guðjónsson hlaut Blöndalsbikarinn í sundi fyrir árið 1971, bezta afrek hans var í 100 m. bringu- sundi 1.17.8 mín. sem gefur 695 stig. Edda Lúðviksdóttir hlaut Blöndalsbik- arinn í frjálsum iþróttum fyrir árið 1971 hennar bezti árangur var i 100 m. hlaupi 21,6 sek. (ísl.met jöfnun) og gefur það 818 stig, þá var Edda kjörin „íþróttamað- ur ársins“ innan UMSS og fylgdi einnig fagur verðlaunagripur þeirri nafnbó.t Verðlaunagripir þessir sem hér um ræðir vöktu sérstaka aðdáun enda stórglæsi- legir gripir. Gestir þingsins voru að þessu sinni Sveinn Björnsson varaforseti ÍSÍ, Þor- steinn Einarsson íþróttafulltrúi rikisins og Hafsteinn Þorvaldsson, Gunnar Sveinsson og Sigurður Geirdal frá UMFÍ, fluttu gestirnir allir stutt ávörp. í stjórn UMSS voru kjörnir: Guðjón Ingimundarson, formaður, Stefán Pedersen, varaformaður, Helgi R. Traustason, gjaldkeri, Kristján Sigurpálsson, meðstjórn., Pálmi Rögnvaldsson, meðstjórn. Ungmennasamband Borgarfjarðar hélt sitt 50 ársþing að Leirárskóla í Borgar- firði 16. janúar s.l, Frá UMFÍ sóttu þing- ið þeir Hafsteinn Þorvaldsson, Pálmi Gíslason og Sigurður Geirdal. Frá ÍSÍ mættu þeir Gísli Halldórsson, Hermann Guðmundsson og Sigurður Magnússon. Formaður UMSB setti þingið og skipaði þá Sigurð Guðmundsson og Jón F. Hjart- ar þingforseta. Er þingfulltrúar höfðu ris- ið úr sætum og sungið „Ég vil elska mitt land“, hófust þingstörf. Viihjálmur Einarsson flutti skýrslu stjórnar, og ber hún ánægjulegan vott um öflugt og vaxandi starf UMSB. Skýrsl- an var lögð fjölrituð fyrir þingið og var hún hin vandaðasta svo sem verið hefur hjá UMSB á undanförnum árum. Þingið bar vott um allgóðan undirbúning og skipulagningu á störfum þess, sem sést bezt á því, að öll félög innan Sambands- ins sendu fulla tölu fulltrúa og sum sendu varafulltrúa sína til viðbótar, og er það einstök mæting. Aðalmál þingsins að þessu sinni var hið mikia verkefni sem UMSB hefur ver- ið falið, en það er að halda 15. landsmót UMFÍ árið 1974, mikill hugur var í þing- Þingforsetarnir SigurSur R. Guð- mundsson og Jón H jartar. 22 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.