Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1972, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.02.1972, Blaðsíða 24
UNDRABARNIÐ SHANE GOULD Menn eru fyrir löngu farnir að spá í það, hverjir séu líklegastir sigurvegarar á sumar-olympíupleikunum í ár, og þótt reynslan sanna að slíkir spádómar geti verið fallvaltir, þá efast víst enginn um að ástralska stúlkan Shane Gould muni sópa að sér gullverðlaununum í öllum þeim sundgreinum, sem hún tekur Jjátt í. Shane Gould var aðeins 14 ára, þegar hún setti fyrsta heimsmet sitt í fyrra, og nú í ár hefur hún „fullt hús“, þ. e. hún á heimsmet á öllum vegalengdum í skrið- sundi kvenna. Og árangur hennar er sem hér segir: 100 m. 58,5 sek. 200 m. 2:05,8 mín. 400 m. 5:31,2 mín. 800 m. 8:58,1 mín. 1500 m. 17:00,6 mín. Þessar tölur eru síðan í janúar, og vel má vera að hún sé að hrinda einhverjum metanna þessa dagana. Keppni þessarar 15 ára stúlku sýnist ekki vera lengur við Shane Gould er hraðskreið með öllum sundað- ferðum. Hér bregður hún sér á flugsund. 15 ára telpa sem á öll heims metin í skrið- sundi kvenna. met eða árangur kypsystra sinna, heldur er hún að ógna karlmönnum, sem enn vilja kalla sig sterkára kynið. Það þarf víst ekki að taka það fram, að öll eru metin betri en íslandsmet karla á þessum vegalengdum. Tími hennar á 100 m. er 1/10 betri en heimsmet Johnny Weiss- múllers (Tarzans) frá 1922. í 200 m. er tími hennar betri en heimsmet karla var 1955. Ástralíumaðurinn John Konrads vakti heimsathygli 1958, er hann setti heimsmet í 400 m., en sá tími var heilum þremur sekúndum lakari en met ungfrú Gould nú, og hún hefði sigrað með 6,1 sek. forskoti í 400 m. karla á olympíuleik- unum 1956. Þá hefði tími hennar í 1500 m. einnig nægt til yfirburðasigurs í karla- flokki á olympíuleikunum í Tokíó 1964, og tími hennar er líka betri en heimsmet karla það ár. Flestir standa ráðþrota gagnvart því að skýra þennan einstæða afreksferil. Hún syndir með „gamla laginu“, þ. e. engin ný tækni er á ferðinni, en eflaust notar hún betur sundtæknina en öðrum hefur tekizt. Shane Gould er hlédræg og hógvær unglingur. Hún er 1.72 m. á hæð og 60 kg. á þyngd. Keppnisskapi hennar er við brugðið, og kunnugir segja, að það sitji klókt höfuð á hennar ungu herðum. 24 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.