Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1972, Side 25

Skinfaxi - 01.02.1972, Side 25
Gleymdur — en ekki hættur Brezki grindahlauparinn David Hemery sigraði flestum á óvart í 400 m. grinda- hlaupi á olympíuleikunum í Mexíkó 1968. Síðan hefur verið hljótt um hann, en hann stundar nám í Harvard-háskólanum í USA. Hann æfir í Boston, og er sagður ætla sér að keppa í Múnchen að því er brezk blöð herma. Eftir olympíusigurinn og heimsmetið hefur hann lítið keppt. Þessi hlédrægi og sérlundaði piltur hafði mestan hug á að snúa sér að 110 m. grindahlaupi eða tugþraut, vegna þess að allir kröfðust þess að hann ynni nýja og nýja sigra í 400 m. grindahlaupi. Nú ætl- ar hann samt að einbeita sér að „gömlu“ greininni, og það er ekki ólíklegt að hann minni á tilveru sína í Múnchen í sumar. David Hemery hyggst verja olympíutitil sinn frá Mexíkó. (jlœAilecjir Cetrar-clifimpíuleikar Vetrar-olympíuleikarnir í Sapporo fóru fram með mikluin glæsibrag og voru Japönum til hins mesta sóma, svo og öllu því frækna íþróttafólki, sem þarna tók þátt í veglegasta vetraríþróttamóti heims til þessa. Við birtum hér myndir af tveim af afreksmönnum mótsins, sem lítið hefur borið á í íslenzkum fréttum. Spánverjinn Fernandes Ochoa vann óvæntasta sigurinn á olympíu- leikunum, er hann sigraði í svig- keppninni. Á eftir klæddist hann þjó'öbúningi og spókaði sig með gullmedaliuna á maganum. Sérf ræöingar segja að Anatoli Firsov sé fræknasti ísknattleiksmaður heims, en hann var í sigurliði Sovét- . manna. Það er ekki furða þótt hann sé gleiðbrosandi, því hann klófesti þriðju olympíugull- verðlaun sin i Sapporo. Hann hef- ur verið í sovázka sigurliðinu á þremur siðustu vetra rolympíu- leikum í röð.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.