Skinfaxi - 01.02.1972, Side 27
ég sá í fundargerð ársþings HSH 1964
klausu, sem hljóðaði svo: „Lesið var upp
úr árskýrslu ÍSÍ þar sem lögð er áherzla
á, að dansskemmtanir séu vafasöm fjár-
öflunarleið og þyrfti að leita annarra úr-
ræða.“ Hvað má þá segja um ástandið
nú 1972. Það hlýtur að verða áskorun til
allra ungmennafélaga að halda ekki svo-
kallaða opinbera dansleiki i sinu nafni á
laugardagskvöldum. Ég vil benda á fjár-
öflunarleiðir, sem gefa góðan arð og hafa
félagslegan þroska í för með sér og tengir
um leið hina fullorðnu í samstarf við
okkur. Fyrir ungmennafélögin í þorpun-
um er ekkert einfaldara en að fara á
skak eða skelfisk eða vinna úr sjávar-
afurðum hvers konar. Félögin til sveita
gætu ræktað kartöfiur eða rófur eða sleg-
ið gras og selt. Til að koma á slikum
fjáröflunarleiðum þarf góðan undirbún-
ing, og kæmi þá til kasta væntanlegs
framkvæmdastjóra sambandsins að ferð-
ast milli félaga og hrinda framkvæmdum
af stað. Ég tel að við verðum að leggja
meginþunga á að efla félagsþroskann hjá
æskunni, þvi hann er á hraðri niðurleið.
Ungmennafélög
Framleiðum glæsilegt úrval af íþróttafatnaði
sem stendur innfluttum í flestu framar.
íslenzku lands'.iðin og beztu félagslið klæðazt
að flestu eða öllu leyti HENSON búningum.
íslandsmeistarar 1. 2. og 3. deildar í knatt-
spyrnu leika í Henson.
Öll 7 liðin í 1. deildinni í handbolta leika í
HENSON búningum.
Sendið teikningu eða lýsingu af gamla eða
væntanlegum nýjum búningum og afgreiðslan
svíkur engan, því síður verðið.
Halldór Einarsson,
Lækjargötu 6b. — Sími 11313. — Pósthólf 1015.
SKINFAXI
27