Skinfaxi - 01.04.1973, Page 6
íslenzka landsliðið í
sundi sem sigraði Ira
s.l. vetur. Þriðji frá
hægri í efri röð er
Guðmundur Harðarson
land j)jálfari og lengst
til vinstri í sömu röð cr
Torfi Tómasson form.
SSÍ. Á myndina vantar
Guðmund Gíslason.
á Sauðárkróki og Þingeyingar hafa oft
átt gott sundfólk. Ails staðar er efni-
viðurinn til, og við þurfum svo sannar-
lega á honum að halda í sundíþróttinni.
— En íslenzkt sundfólk hefur náð
góðum árangri og staðið sig vel á er-
lendum vettvangi.
— Það er rétt, en við þurfum samt að
hafa fleiri reglulega sundiðkendur til að
mynda traustan grunn undir landsliðið
okkar. Við höfum lengi átt ágætar sund-
stjömur, en það vantar fjölmennara af-
rekslið. Það væri æskilegast að byggja
keppnisíþróttina sem pýramída, en
byggingin líkist meira tumi hjá okkur,
og þegar svo er, þá er alltaf hætt við
að landsliðið verði fyrir áföllum, ef ein-
hver hættir keppni. Þetta gæti breytzt
mjög til batnaðar, ef sundfólk í öllum
landshlutu hætti að vanmeta sjálft sig og
tæki þess í stað að æfa reglulega og
keppa sem oftast. Við vitum að það em
víða haldin héraðsmót í sundi, en því
miður fær SSÍ ekki skýrslur um þau
nærri öll. Á landsmótum UMFÍ keppir
sundfólk úr héruðunum sem aldrei senda
keppendur á mót hér syðra. Þetta fólk
ætti að æfa áfram og koma hiklaust til
keppni á önnur stórmót.
— Er hægt að örva sundfólkið í
þessu skyni meira en gert hefur verið?
— Það er að sjálfsögðu eitt megin-
verkefni Sundsambandsins. Við höfum
t. d. komið af stað sérstakri unglinga-
keppni fyrir allt landið, sem ætti að geta
orðið mjög hvetjandi. Keppt er í þrem-
ur aldursflokkum og em skilin um 12
ára, 14 ára og 16 ára aldur. Keppt er í
fjórum sundgreinum í hverjum aldurs-
flokki. Við höldum skrá yfir árangur
sundfólksins alls staðar á Iandinu þar
sem við náum til. Við erum búnir að
gefa út skýrslu um fyrstu mánuði ársins
og senda öllum aðilum SSÍ, þannig að
þeir sem fylgjast með geta komið á fram-
færi leiðréttingum og viðbótum, ef ein-
6
SKINFAXI