Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1973, Page 8

Skinfaxi - 01.04.1973, Page 8
ÍSLENZKI NORÐURLANDA- METHAFINN í SUNDI Spjallað við Guðjón Guðmundsson Það var engin tilviljun að Guðjón Guð- mundsson sundkappi frá Akranesi var kjörinn „íþróttamaður ársins“ 1972. Þessi ungi sundmaður á óvenjuglæsilegan af- reksferil að baki, þótt hann sé aðeins 22 ára gamall. Hann er núna eini íslenzki Norðurlandamethafinn í sundi, en það var á Olympíuleikunum í fyrra sem hann setti Norðurlandamet í 200 m. bringusundi, 2,32,4 mín. Við hittum Guðjón að máli fyrir skömmu. Hann var að koma úr daglegri vinnu sinni og hélt rakleiðis á sundæfingu. Okkur tókst að Gu'ð]ón Guðmundsson á fullri ferð í sund- keppni. skjóta að honum nokkrum spurningum á ieiðinni: — Eru stórtíðindi framundan í sund- inu? — Það er að minnsta kosti margt á dagskránni, svarar Guðjón. — íslands- mótið er í júlí og 8 landa-keppni í Sviss í sama mánuði, og síðan er Norðurlanda- meistararmótið í ágúst. — Er það rétt að íslenzkt sundfólk æfi meira og betur en íþróttafólk í öðr- um greinum? — Ekki veit ég það, en flestir sem keppa, æfa á hverjum degi og stundum tvisvar á dag á sumrin, enda veitir ekki af ef menn ætla í alþjóðlega keppni. — Þurfa sundmenn ekki stöðugt að fylgjast með nýjungum í sundtækni? — Jú, að sjálfsögðu. Ég náði t. d. ekki umtalsverðum árangri fyrr en ég gjörbreytti sundstílnum 1967. — Árið eftir kepptirðu á landsmótinu á Eiðum og sigraðir með yfirburðum í hálfkaldri bráðabirgðalaug. Voru það ekki slæm skilyrði? — Það var skemmtileg tilbreytni. Við Finnur Garðarsson, félagi minn frá Akranesi, komum einmitt daginn fyrir þá keppni frá Unglingameistaramóti Norðurlanda í sundi, þar sem ég varð annar í bringusundinu. Við urðum því að hafa hraðan á að komast austur að 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.