Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1973, Side 21

Skinfaxi - 01.04.1973, Side 21
lauk. Þessi óhugnanlega mynd sýnir ranghverfuna á íþróttunum. Svipurinn lýsir örmögnun og það er eins og augun séu þegar brostin. A sjálfum Olympíuleikunum árið 1960 í Róm féll danski hjólreiðakappinn, Knut Enemark Jensen, af hjóli sínu í miðri keppninni. Rannsókn leiddi í Jjós að hann hafði glevpt mikið magn af am- phetamini og ronicol. Þótt hjólreiðakappar hafi einna oftast verið sakaðir um notkun slíkra efna, eru þeir síður en svo einir um hituna. Frá upphafi íþróttaiðkana hafa keppnis- menn í öllum greinum og úr öllu menn- ingarsamfélögum gripið til töfralyfja í því skyni að vinna stærri afrek en aðrir og helzt að verða guðunum líkir. Á Olympíuleikunum í London 1924 önnagnaðist ítalski maraþonhlauparinn Dorando skammt frá markinu. Góð- hjartaðir menn reistu hann upp og leiddu hann yfir marklínuna, en hann var dasmdur úr leik. Allir höfðu samúð með veslings manninum, en enginn vissi að hann hafði hnigið niður vegna þess að hann hafði neytt stórra skammta af >,strychnin“. ILainn Jensen fellur dau'ður af lijólinu í hjólreiðakeppni Olympíuleikanna 1960 í Róm. ítalinn Doro- ando skjögrar í mark í mara- þonhlaupinu á Olympíuleik- unum 1924, studdur af miskunnsömum starfsmönnum. Reynt að snúa við Á 6. og 7. áratugnum seig stöðugt á ógæfuhliðina, og allt benti til þess að af- reksíþróttir gætu ekki losnað undan fargi örvunarlyfjanna. En síðan 1965 hefur samt verið spymt við fótum, og menn vona að þróuninni hafi verið snúið við. Tæknilegar framfrair gerðu rann- sókn og greiningu á notkun örvunarefna mögulega og tiltæka á öllum meiriháttar íþróttamótum. Alþjóða olympíunefndin hefur sett strangar reglur um þessi mál og samið skrá um bannefni af þessu tagi. I lögum margra landa eru ströng viðurlög við því að neyta bannefnanna í keppni. En stöðugt reyna sumir keppnismenn að sniðganga reglurnar og þó að eftir- litið sé hert, reyna menn sífellt að finna ný undanbrögð. Spaugilegt er t. d. sag- an um þvagprufur keppenda í Tour de France-hjólreiðakeppninni fyrir skömmu. Niðurstöður rannsóknastofunnar með einni prufunni hljóðaði svo: „Þessi kona SKINFAXI 21

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.