Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1973, Side 23

Skinfaxi - 01.04.1973, Side 23
miklar. Hann varð Evrópumeistari 1970 og heimsmeistari ári síðar. En jafnframt fann hann að hann var að breytast í ann- an mann. Hann varð mjög tilfinninga- næmur, uppstökkur og kvnþörfin óx út yfir öll takmörk. Augljós geðklofi kom í ljós. „Eg varð mjög hrokafullur og raupsamur, en í keppni stóðst mér eng- inn snúning.“ Nákvæmlega sömu ein- kennin komu fram hjá landa mínum, llicky Bruch,“ segir Svensson. Smám saman fóru hormónasprautumar að hrjóta niður innri líffæri, lifrin hætti að starfa eðlilega. Skömmu fvrir Olympíu- leikana í fyrra kom svo að því að sin- arnar þoldu ekki hið aukna vöðvaálag. Vöðvasin slitnaði á æfingu, og íþrótta- ferli Svenssons var lokið. Hann full- yrðir að allir afreksmestu íþróttamenn á Norðurlöndum fái hormónasprautur. Að sjálfsögðu fylgja örvunarlyf at- vinnumennskunni í knattspyrnu eins og öðmm greinum. Notkun slíkra efna er þó alls ekki einskorðuð við atvinnu- mennsku í íþróttum, eins og fyrr segir. Hinn frægi knattspymusnillingur Al- fredo di Stefano, sem var aðalstoðin í Real Madrid á gullárum liðsins, sagði í viðtali við ítalska íþróttablaðið ,,Stadio“: „Eg notaði sífellt örvunarlyf og mun alltaf gera það. Líkami minn er mín eign, og ég mun gæða honum á þeim efnum sem mér sýnist“. Brezkir atvinnuknattspyrnumenn fullyrða að hinn frægi skozki landsliðsmaður Denn- is Law neyti örvunarefna. Það sé skýr- ingin á því, hversu uppstökkur hann sé, °g vegna þess geri hann sig sekan um fjölda brota í hverjum leik. Eftir úrslita- leik Real Madrid og Benfica Lissabon í Evrópubikarkeppninni 1962, fékk hinn Þýzki heims- meistarinn í hjól reiðum, Rudi Altig, var af kunnugum kallaður „apótek á hjóli", en honum tókst alltaf aö komast undan örvunar- lyfjaprófun. kunni knattspyrnukappi Eusebio tauga- lost. Sérfræðingar sögðu að neyzlu örv- unarlyfja væri um að kenna. Þetta varð til þess að Alþjóða-knattspvmusamband- ið setti reglur um prófun á efnaneyzlu leikmanna fyrir heimsmeistaramótin í Englandi 1966 og í Mexíkó 1970. Sami háttur verður hafður á í úrslitum næstu heimsmeistarakeppni í knattspymu, en hún verður háð í Vestur-Þýzkalandi á næsta ári. Skákþing UMFÍ 1972 Eins og frá var skýrt í síðasta blaði, urðu sveitir UMSB og UMSK jafnar að vinningatölu í úrslitakeppninni á skák- þingi UMFÍ 1972. Var þess vegna háð sérstök úrslitakeppni þessara tveggja sveita hinn 12. desember s. 1. Urðu nú skjót umskipti, því að UMSK sigraði á öllum borðum. Sveit UMSK skipuðu þessir skák- menn: Jónas Þorvaldsson, Harvey Ge- orgsson, Jón Þ. Jónsson og Jónas P. Er- lingsson. SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.