Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1973, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.12.1973, Blaðsíða 10
ýmsum verkefnum bæði í skóla og félagi samtímis. Beint samband foreldra og skóla hlýtur að mega grundvalla með þátttöku foreldra í félagsstarfi sem tengist starfi skólans. Þannig geta foreldrar unnið í félagsstarfi með unglingunum eða saman í sérfélagi við mótun og framkvæmd verkefna sem tengj- ast starfi skólans. Skólanum er nauðsyn að tengjast sem mest daglegu lífi. Ekki má byggja starf skólans einvörðungu á námi lærdómskvera, því hlýtur að vera mikilvægt að ná til nem- enda á vettvangi félagsstarfs þar sem vilji og áhugi hafa jákvæð áhrif. Þáttur kennara verður vitaskuld að verða nokkuð mikill í samstarfi félaga og skóla, þó sérstaklega til þess að tryggja æskileg tengsl sérstakra verkefna í skóla og félagi. Vissu- lega má gera ráð fyrir að mörgum kennur- um jryki þeir ekki skyldir að sinna þessum verkefnum þar sem ekki er gert ráð fyrir því í kaupgreiðslu. Því verður að gera hvoru- tveggja að auka greiðslumöguleika fyrir fé- lagsstörf og skilningur að koma til hjá kennurm að betri aðbúnaður nemenda kemur fram i farsælla starfi og því sé ein- hverju hægt að fórna af dýrmætum tíma án þess að taldar séu sekúndur til launa. Það ætti að vera keppikefli allra sem láta sig velferð samborgarans einhverju skipta að grundvalla þannig rekstur og starfsemi skóla að hann verði viðfeldinn og áhuga- vekjandi menningarstofnun jress samfé- lags sem hann á að jojóna. Skólinn verði jrannig í raun annað heimili allra þeirra sem að honum standa bæði foreldra, barna og samfélagsins i heild. Aukin tengsl félaga og skóla skapa vafa- laust bjartara og betra mannhf. G. Gíslason. Unglingabúðir HSK Siðan 1966 hefur Héraðssambandið Skarp- héðinn staðið fyrir ungmennabúðum á laugarvatni á hveru sumri. í júní sl. voru haldin tvö námskeið. Annað fyrir stúlkur á aldrinum 8—12 ára, þátttak- endur voru um 20. Hitt námskeiðið var fyrir drengi á aldrinum 7—13 ára, þátttakendur voru um 30. Forstöðumaður ungmennabúðanna var Þórir Þorgeirsson, oddviti á Laugarvatni, en hann hefur veitt þeim forstöðu frá því sú starfsemi hófst fyrir 8 árum. Leiðbeinendur í sumar auk Þóris voru Sigríður Skúladóttir og Ingunn Haraldsdótt- ir, iþróttakennaranemar. Rekstur ungmennabúða HSK hefur jafnan notið góðrar fyrirgreiðslu forráðamanna Laugardalshrepps og fleiri aðila á Laugar- v vatni. Má þar nefna, að öll árin hefur HSK fengið barnaskólann á Laugarvatni endur- gjaldslaust fyrir þessa starfsemi. G.G. 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.