Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1973, Page 19

Skinfaxi - 01.12.1973, Page 19
HINiR GÖMLU, TRAUSTU SVEINN SVEINSSON Keppti á héraðsmóti HSK í 25. sinn í sumar Sveinn Sveinsson lögfræðingur á Selfossi og félagi í Umf. Selfoss á næsta einstæðan íþróttaferil að baki, hefur verið virkur þátt- takandi í frjálsum íþróttum sl. 25 ár. Sveinn stendur nú á fertugu, en á sl. sumri vann hann það einstæða afrek á frjálsíþróttaleikvanginum, að vinna kringlu- kastið á Héraðsmóti Skarphéðins í 19. sinn, og keppti þá á héraðsmóti í 25. skiptið í röð. s Frjálsiþróttaáhugi Sveins mun hafa vaknað á árunum 1945 til 1946, en þá voru frjálsar íþróttir í uppsiglingu, og þá voiu í hans heimabyggð á Selfossi kappar eins og Sigfús Sigurðsson og Kolbeinn Kristinsson. Það var svo á héraðsmóti Skarp- héðins 1949 sem Sveinn keppti fyrst á opin- beru móti, og þá á gamla íþróttavellinum, og síðan hefur Sveinn alltaf verið með. Sveinn Sveinsson hefur verið keppandi á 6 landsmótum UMFÍ sem fulltrúi HSK. Tvisvar hefur Sveinn farið sem áhorfandi á Olympíuleika, til Mexíkó 1968 og til Mún- chen 1972, þá fór Sveinn einnig sem áhorf- andi á Evrópumeistaramótið í frjálsum íþróttum 1966. Lýsir þetta best hinum mikla s íþróttaáhuga Sveins. Besti árangur Sveins í kringlukastinu er 42,95 m., en hann hefur lagt stund á eða heppt í fieiri greinum, kastaði kúlu 12,75 ol. stokkið 6,21 m. i langstökki, og i 7 ár var Sveinn jafnan í úrslitum í þrístökki á Héraðsmóti HSK, þótt aldrei tækist honum að sigra. Hann stökk lengst 12,94 m. Þá má geta þess að auk frjálsra iþrótta hefur Sveinn verið fastur þátttakandi í skákíþróttinni í sínu héraði sl. 15 til 20 ár. Á skólaárunum á Laugarvatni var Sveinn og talinn liðtækur sundmaður, og keppti þá á héraðsmóti í þeirri grein. Nú er Sveinn tekinn til við golfiþróttina, og er hann einn þeirra áhugasömustu í þeirri íþróttagrein, sem á vaxandi fylgi að fagna á Selfossi um þessar mundir. Sveinn Sveinsson tekur við verðlaun um á héraðsmóti HSK í sumar. SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.