Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1973, Síða 22

Skinfaxi - 01.12.1973, Síða 22
Setti íslandsmet Guðrún Ingólfsdóttir. í frjálsum íþróttum kvenna hefur Guð- rún Ingólfsdóttir USÚ náð athyglisverðum árangri í ár og sett eitt Islandsmet og bætt UMFÍ-met í tveimur greinum. Guðrún varpaði kúlunni 12.61 metra og setti þar með ágætt íslandsmet. Hún átti sjálf gamla metið — 11.48 m — sett í fyrra. Þá bætti hún 12 ára gamalt UMFÍ-met Ragn- heiðar Pálsdóttur í kringlukasti úr 35.80 m í 36.16 m. Ekki er að efa að þessi kornunga stúlka á eftir að stórbæta árangur sinn í þessum greinum, en hún er aðeins 16 ára gömul. Guðrún keppir fyrir Ungmenna- sambandið Úlfljót í Austur-Skaftafellssýslu. HREINN HALLDÓRSSON: 18,29 og 51,84 Það kemur engum á óvart sem til þekkja, að Hreinn Halldórsson HSS hefur í ár hald- ið áfram að bæta árangur sinn í köstum. Hann hefur nú höggvið svo nærri íslands- metinu í kúluvarpi að hann skortir aðeins 19 sentimetra til að jafna met Guðmundar Hermannssonar. Hreinn er efstur í lcúlu- varpi á afrekaskrá íslands í ár og annar í kringlukasti. I báðum greinum setti hann ný ÚMFÍ-met: 18.29 m í kúluvaqii og 51.84 m í kringlukasti. Þá er Hreinn efstur á UMFÍ-skránni í sleggjukasti í ár með 41.32 m og 4. á Islandsskránni. Hreinn keppir alltaf undir merkjum Hér- aðssambands Strandamanna, og í sumar brá hann sér norður í heimahérað sitt og keppti á héraðsmóti HSS svo sem sjá má í frétt af því móti hér í blaðinu. í fyrra kastaði Hreinn lengst 17.99 m í kúluvarpi. í sumar fór hann yfir 18 metra þröskuldinn og við óskum honum allra heilla á næsta ári. 'm 22 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.