Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1975, Blaðsíða 39

Skinfaxi - 01.10.1975, Blaðsíða 39
Hluti liðs USK gengur inn á leikvanginn í upphafi landsmótsins. (Ljósm.: Friðþjófur). Umf. Skipaskaga var okkur líka mikið gleðiefni. I stigakeppninni varð okkar litla félag í fjórða sæti, og ég held að allir telji það vel af sér vikið. Allt þetta — undirbúningur og framkvæmd móts- ins og frammistaðan í keppninni — hefur orðið félaginu mikil lvftistöng, og ég er viss um að félagið mun njóta góðs af því áfram bæði félagslega og íjrróttalega. Til- tölulega fáir þekktu til Umf. Skipaskaga áður, en nú er þetta félag sem allir í bænum þekkja og taka tillit til. — Telurðu íþróttaaðstöðu góða á Akranesi? — Hún var að mörgu leyti góð fyrir mótið, en er orðin miklu betri núna. Landsmótið varð t. d. til þess að setja verulegan kraft í byggingu íþróttahúss- ins, sem í fyrsta sinn var notað á mótinu. Nú er reiknað með að það verði tekið fullkomlega í notkun um áramótin. — Hvað fannst þér athyglisverðast við mótið? — Það er margt sem mætti nefna, en ég ætla aðeins að leggja áherslu á eitt atriði, og ]oað er sá menningarbragur sem yfir mótinu hvíldi. Við héldum t. d. dans- leik þar sem voru á þriðja þúsund manns, og varla er hægt að segja að vín hafi sést á nokkrum manni. Slíkt er óvenju- legt á stórdansleikjum, en þet±a hefur einmitt alltaf verið menningarmerkið á landsmótunum. S K I N FAX I 39

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.