Skinfaxi - 01.10.1975, Page 7
Hátíðadagskrá
Svo sem venja er á landsmótum UMFÍ
var sérstök hátíðardagsbrá á sunnudeg-
inum, og hófst hún kl. 4 sd. Þar flutti
heiðursgestur mótsins, Sigríður Thorla-
cius, ávarp, og fulltrúar erlendu gest-
anna afhentu gjafir til UMFI. Formaður
DDGU, H. Rasmusen, flutti ávai'p.
A hátíðarsamkomunni sýndu erlendu
fimleikaflokkarnir og þjóðdansaflokkur-
inn listir sínar, og einnig sýndi flokkur
stúlkna úr Gerplu í Kópavogi fimleika og
Þjóðdansafélag Reykjavíkur sýndi jrjóð-
dansa.
Veður og aðsókn
Landsmótin hafa a. m. k. sl. tíu ár ver-
ið í náðinni hjá veðurguðunum, og það
brást heldur ekki að þessu sinni. Veður
var gott allan mótstimann, en slíkt er að
sjálfsögðu mikil blessun fyrir stóra úti-
hátíð sem þessa. Fyrir kepirendur og
framkvæmd keppninnar er góða veðrið
ómetanlegt, og áhorfendur undu sér vel
í góða veðrinu. Það er sagt að það sé
sjaldan logn á Skaganum, en það sann-
aðist nú að víst getur það komið fvrir.
Mótsgestir munu hafa verið 10—12
þúsund, og er það vissulega miklu minna
en búast hefði mátt við. Miðað við að-
sóknina að undanfömum mótum og mið-
að við staðsetningu þessa móts á þétt-
býlissvæði Suðvesturlands hlýtur þetta að
vekja furðu. Að visu var þetta mikill
mannfjöldi, en ungmennafélagar hefðu
gjarnan viljað að fleiri hefðu getað notið
þessarar góðu skemmtunar.
Þátttaka
Til leiks voru skráðir 1004 keppendur,
og er það langmesti fjöldi sem keppt hef-
ur á landsmóti. (Á 14. landsmótinu voru
þeir tæplega 700). Munaði nú talsvert
um fleiri flokka í knattspymu svo og
blakliðin. Auk þessara keppenda vom
svo hinir fjölmennu sýningarflokkar í
fimleikum og þjóðdönsum, sem auðvitað
teljast til þátttakenda. Ef taldir væm
með þeir flokkar í knattleikjum og skák,
sem féllu úr í forkeppninni, hækkar tala
keppenda auðvitað verulega.
Ungir sem aldnir skemmtu sér á Langasandi
í góða veðrinu. Úti fyrir ströndinni voru
kappsiglingabátarnir, en nú var í fyrsta sinn
keppt í siglingum á landsmóti UMFÍ. (Ljósm.:
Gunnar Steinn).
S K I N FAX I
7