Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1975, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.10.1975, Blaðsíða 3
-o Tímarit Ungmennafélags íslands — LXVI. árgangur — 4.-5. hefti 1975 — Ritstjóri Eysteinn Þorvaldsson. — Út koma 6 hefti á ári hverju. AUKIN SAMSKIPTI Á undanförnum árum hafa ferðalög íþróttafólks og annarra félagshópa í frjálsu æskulýðsstarfi farið mjög vaxandi, bæði hér innan lands og til útlanda. Ástæðan er fyrst og fremst stórbættar samgöngur og hagkvæmari ferðamáti en áður var t. d. með flugvélum, og síðast en ekki síst aukið félagsstarf og vaxandi áhugi æskufólks á slíku samstarfi. Kostnaðurinn vegna íþróttalegu sam- skiptanna er líka orðinn geigvænlegur, og er í dag langhæsti útgjaldaliður f jölda félaga og héraðssamband innan UMFI. Fyrirsjáanlegt er ef ekki verður með ein- hverjum ráðum hægt að draga úr þessum kostnaði eða lækka hann verulega, þá dregur úr þessum samskiptum á næstu árum. Framkvæmdastjórn UMFÍ hefur fyrir alllöngu síðan gert sér ljóst hvert stefndi í þessum efnum, ekki síst þar sem það hefur verið eitt megin áhugamál hennar að auka þessi samskipti, bæði á innlendum og erlendum vettvangi, t. d. við systursamtök okkar á Norðurlönd- unum. Með hliðsjón af framansögðu hefur framkvæmdastjórn UMFÍ átt viðræður við ýmsa aðila sem að ferða- og flutn- ingamálum vinna og kannað ýmsar til- tækar leiðir sem orðið gætu til þess að lækka þennan kostnað, jafnframt því sem öll samskipti af þessu tagi yrðu efld eftir föngum. Þá má geta þess að viðræður eru hafn- ar milli forráðamanna UMFÍ og ÍSÍ um hugsanlegar sameiginlegar aðgerðir í þessum efnum, og samkomulag hefur náðst um samvinnu á þessu sviði. Sam- böndin hafa þegar ákveðið að fram- kvæma allsherjar könnun á flutningaþörf íþróttahrevfingarinnar og í Ijósi þeirrar útkomu síðan rætt um ýmsar sameigin- legar aðgerðir sem stuðlað gætu að úr- bótum í þessum efnum. Þessu samstarfi milli UMFÍ og ÍSÍ ber að fagna, og er ekki að efa, að samstillt stendur íþrótta- hreyfingin vel að vígi til þess að fá þenn- an kostnað lækkaðan. Það gæti þýtt stór- aukin félags- og íþróttafélagssamskipti á næstu ámm. H.Þ. S K I N FAX I 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.