Skinfaxi - 01.10.1975, Blaðsíða 43
Héraðsþing
HSK
Nokkrir ungir piltar sem voru á æfingu hjá
Gunnari á vegum UNÞ sl. sumar.
gengst t. d. fyrir bæði bridge- og skák-
keppni að vetrinum. Á Kópaskeri er ekk-
ert félagsheimili, en þar er notast við
matsal sláturhússins á vetrum, og þar eru
t. d. haldið borðtennismót um jólin og
jafnvel keppt í blaki. íþróttasalurinn i
Lundi er vel nýttur, og þar eru vikulega
íþróttaæfingar fyrir almenning í sveitinni.
Ungmennafólögin við Axarfjörð halda
jafnan eina aðalskemmtun í Skúlagarði á
hverjum vetri, og eru þar flutt skemmti-
atriði frá öllum félögunum.
53. þing HSK gerði margar samþykkt-
ir um störf og stefnumál sambandsins,
og fleiri málefni, m.a. eftirfarandi:
1. 53. héraðsþing Skarphéðins vísar til
fyrri samþykkta um bindindismál og
skorar á sambandsfélögin og einstaka
félaga að vinna að bindindismálum.
Einkum leggur þingið áherslu á
aukna fræðslu í skólum um skaðsemi
ávana- og fíkniefna, sérstaklega með-
al yngstu nemendanna. Ennfremur
beinir þingið því til ungmennafélaga
á sambandssvæðinu að beita sér fyr-
ir fjölbreyttara og öflugra menning-
arlífi í hinum ýmsu félagsheimilum á
svæðinu.
4. Þingið hvetur til áframhaldandi þátt-
töku ungmennafélaga í landgræðslu.
Bendir þingið sérstaklega á eftirfar-
andi verkefni á þessu ári: a) Farnar
verði landgræðsluferðir í samvinnu
við landgræðslu ríkisins og áburði og
fræi dreift þar sem ekki er talið hent-
ugt að koma flugvéladreifingu við.
b) Melfræi verði safnað í samvinnu
við Landgræðslu ríkisins laugardag-
inn 30. ágúst. s) Unnið verði að upp-
græðslu á vegköntum eftir því sem
Vegagerð ríkisins kann að óska og
ástæður leyfa.
9. Þingið beinir þeirri ályktun til stjófn-
ar sambandsins að kannaðir vérði
möguleikar á að sambandið komist
yfir jarðnæði á hentugum stað á
sambandssvæðinu, þar sem hægt væri
að annast ýmis konar æskulýðsstarf-
semi svo sem sumarbúðir, vinnuskóla,
æfingabúðir o. þ. h.
SKINFAXI
43