Skinfaxi - 01.10.1975, Qupperneq 11
æskunnar á íslandi, þar sem manngildi
æskunnar er vegið og mælt, jafnt í leik
sem starfi.
Landsmótsnefnd og framkvæmdastjóra
hennar skulu hér þakkir færðar fyrir frá-
bær störf og skipulagningu alla. ■—- For-
ráðamönnum Akraneskaupstaðar og Ak-
urnesingum öllum fyrir einstæða fyrir-
greiðslu frá fyrsta viðræðudegi til loka
þessa mikla undirbúningsstarfs.
Sambandsaðilum UMSB, sem þrátt fyr-
ir ákvörðun um breyttan mótsstað, hafa
unnið mikið undirbúningsstarf og nýtt
sína góðu þekkingu og reynslu í fram-
kvæmd stórhátíða, í góðri samvinnu við
Umf. Skipaskaga.
Það er von okkar og vissa, að Akur-
nesingar megi um ókomin ár njóta þess
að hafa af slíkri framsýni og fórnarlund
búið slíkri hátíð stað.
I dag fylkjum við liði á einum glæsi-
legasta íþróttaleikvangi landsins, íþrótta-
höllin nýja mun eiga eftir að efla íþrótta-
starfsemi heimamanna og raunar allra
landsmanna.
Landsmótin eiga að sýna alþjóð sam-
takamátt hreyfingarinnar, og kynna hið
fjölþætta og umfangsmikla starf sem
unnið er innan ungmennafélagshreyfing-
arinnar á íslandi á hverjum tíma.
Aldrei fyrr hefur svo mikið starf verið
innt af höndum af jafnmörgum aðilum á
starfsvettvangi ungmennafélaganna, sem
við undirbúning, þátttöku og framkvæmd
þessa 15. landsmóts UMFÍ.
Framundan er á þessu móti þrotlaust
starf, en leikgleðin mun sem fyrr létta
okkur störfin, og við gleðjumst yfir því
að hafa með okkur á þessu móti óvenju
marga erlenda gesti frá systurhrevfing-
um okkar á Norðurlöndunum.
Góðir landsmótsgestir, ungmennafé-
lagsæskan á þetta mót og heldur þessa
hátíð.
Heill sé æskulýðs- og íþróttaleiðtogan-
um góða Sigurði Greipssyni, sem af mik-
illi hugsjón og harðfylgi endurvakti
landsmótin, og sem æ síðan hefur átt þá
hugsjón æðsta og besta að sjá æsku ung-
mennafélaganna og forystumenn hennar
fylkja liði til leiks og starfs á Landsmót-
um Ungmennafélags íslands.
Megi hreinskiptni, einlægni og harð-
fylgi þessa svipmikla leiðtoga fylgja fé-
lagsskap okkar og framkvæmd allri á
þessu móti.
15. landmót UMFÍ er sett.
„íslandi allt“.
Framkvæmd landsmóts
krefst mikils starfs sem
unnið er af sjálfboða-
liðum úr ungmennafé-
lögunum. Á myndinni
eru ungar stúlkur að
störfum á skrifstofu
landsmótsnefndar á
Akranesi.
S K I N FAX I