Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.10.1975, Qupperneq 40

Skinfaxi - 01.10.1975, Qupperneq 40
Góður áhugi, en erfiðar aðstæður Gu.nn.ar Árnason segir frá starfi sínu hjá UNÞ í sumar Gunnar Árnason íþróttakennari var framkvœmdastjóri hjá Ungmennasam- bandi Norður-Þingeyinga sl. sumar. Skin- faxi hefur stundum áður sagt frá störfum þeirra framkvæmdastjóra sem starfað hafa hjá ýmsum héraðssamböndum. Nú báðum við Gunnar að segja frá starfi sínu í sumar, en hann var ekki aðeins fram- kvæmdastjóri og þjálfari heldur líka einn af keppnismönnum UNÞ. — Eg sótti framkvæmdastjóranám- skeið UMFÍ sem haldið var í Skálholti í júníbyrjun, og viku af júní var ég kominn norður og starfaði þar fram í miðjan ágúst. Fyrsta verk mitt var að starfa við sund- námskeiðin í Lundi í Axarfirði. Þar voni þrír hópar, og meðan sundkennarinn var með einn hópinn í lauginni þjálfaði ég hina tvo á þurru landi. Þessi starfsemi var kostuð af ríkinu og UNÞ. Að þessu loknu hóf ég þjálfun hjá jiremur félögum innan UNÞ, þ. e. Umf. Leifi heppna í Kelduhverfi, Umf. Oxfirð- inga og Umf. Snerti á Kópaskeri. í ung- mennasambandinu eru 7 félög, og hjá fé- lögunum þremur í norðurhluta sýslunnar starfaði Magnús Pálsson íþróttakennara- nemi með góðum árangri. Eitt félag var ekki hægt að heimsækja, en það er Umf. Fjöllunga. Auk íþróttakennslunnar simiti ég svo framkvæmdastjórastarfinu, þ. e. ýmiss konar skipulagsstörfum, undirbún- ingi héraðsþings, skýrslugerð o. fl. Hjá hverju félagi kenndi ég þrisvar til fjórum sinnum í viku tvo tíma í senn. Mest áhersla var lögð á frjálsar íþróttir en einnig þjálfaði ég knattspymuflokka félaganna. Þátttaka í æfingunum var yfir- leitt alltaf mjög góð og allt að 40 manns á æfingum. Við vorum heppin með veður á Norðurlandi í sumar, en auðvitað getur atvinnulífið stundum dregið úr þátttöku í sveitum og sjávarplássum á sumrin. 40 S KIN FAX I

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.