Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1976, Síða 3

Skinfaxi - 01.02.1976, Síða 3
Tímarit Ungmennafélags íslands — LXVII. árg — 1. hefti 1976. — Ritstjóri og ábyrgðarm.: Eysteinn Þorvaldsson. — Út koma 6 hefti á ári hverju. ÁHUGAMENN OG ATVINNUMENN Það gerðist núna fyrir skömmu annað árið i röð að Samtök íþróttafréttamanna kusu at- vinnumann í knattspyrnu „íþróttamann ársins" 1975. Þessi útnefning hlýtur jafnan mikla oþ- inbera auglýsingu vegna þess að það eru ein- mitt allir áhrifamestu fjölmiðlar landsins sem að henni standa: dagblöðin og ríkisútvarþið. En einmitt þetta fyrirkomulag hlýtur strax að orka tvímælis. Örfálr aðilar hafa tekið sig saman um það að úthluta þessari viðurkenn- ingu hverju sinni. Það gefur auga leið að slíkt fyrirkomulag hlýtur að bjóða heim auðskipu- lagi hagræðingu í kosningunni. Eigi að síður hefur þessi útnefning fram á síðustu ár tvi- mælalaust haft áróðursgildi fyrir íþróttirnar almennt, þ. e. allt þangað til að atvinnumenn- irnir voru settir í öndvegi. Hér er ekki verið að gera lítið úr þeim ís- lensku íþróttamönnum sem gerst hafa atvinnu- menn í knattspyrnu. Forsendurnar fyrir íþrótta- iðkun þeirra eru hins vegar gjörólikar og að- stæður þeirra allt aðrar en hjá íþróttafólki hér á landi. Þessir atvinnumenn hafa staðið sig vel og orðið íslandi til sóma, og því ber að fagna út af fyrir sig. En íslenskt íþróttafólk sem heldur tryggð við heimalandið, hefur ekki þann aðbúnað né tækifæri til æfinga sem þeir hafa hvað þá heldur fjárhagslega umbun. iþróttafréttamönnum ætti að vera Ijóst að þessi aðstöðumunur er svo stór að útilokað er að atvinnumenn í útlöndum og íþróttafólk á islandi geti keppt á jafnréttisgrundvelli um afreksverðlaun þau sem hér um ræðir. Útnefn- ingin síðustu tvö árin er ekki líkleg til að efla almennan íþróttaáhuga á islandi. Með henni er vegið að frjálsu áhugastarfi í íþrótt- um hér heima fyrir. Útnefning íþróttamanns ársins í hverri iþróttagrein sem kosið er um innan sérsambandanna, nýtur miklu meiri vin- sælda meðal íþróttafólks, en flestir fjölmiðl- arnir virðast hafa tekið sig saman um að þegja þunnu hljóði um þær viðurkenningar. Ey. Þ. SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.