Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1976, Síða 4

Skinfaxi - 01.02.1976, Síða 4
AFREKASKRÁ UMFÍ í frjálsum íþróttum fyrir árið 1975 er birt í þessu hefti. Hún leiðir í ljós að allmörg UMFÍ-met hafa verið sett á sl. ári. Flest met setti Ragnhildur Pálsdóttir, U.M.- S.K., sem hér birtist mynd af. Hún setti met í 800 m, 1500 m og 3000 m hlaupi. HREINN HALLDÓRSSON, kúluvarparinn góðkunni, sem allt til þessa hefur keppt und- ir merki heima- héraðs síns, HSS, hefur tekið þá ákvörðun að fórna óvenju- miklum tíma og fjármunum til búa sig sem best undir keppnina á olympíuleik- unum í Montreal í sumar. Segja má að Hreinn sé um það bil að Ievgja af stað á ÓL, og frá því segir nokkuð í opnu blaðsins. FORSÍÐUMYNDIN er að þessu sinni listaverk eftir þýska Iista- manninn Peter Schnurpel. Þessi grafík-Iista- maður er 34 ára gamall og hefur sérstaklega Iagt sig eftir fyrirmyndum úr íþróttalífinu, en slíkt er harla fátítt meðal myndlistarmanna. Schnurpel stundar sjálfur íþróttir, en drög að myndum sínum gerir hann þegar hann fylgist með kappmótum. Myndin á forsíðunni heitir SKIPTINGIN og má heita einkennandi fyrir myndir hans. Eins og sjá má, hirðir hann ekki svo mjög um smáatriði heldur leitast hann við að Iáta ein- faldar línur á hvítum grunni sýna sem sterk- ust tákn um áreynslu og hvíld og allar hreyf- ingar íþróttamannsins þess á milli. Myndin hér fyrir ncðan er eftir sama lista- mann og hún heitir auðvitað KÖRFUKNATT- LEIKUR: Hún er gerð eftir svipuðum hug- myndum. Sérstaklega er eftirtcktarvert hvaða brögðum hann beitir til að leggja áherslu á uppstökk körfuknattleiksmannanna að körf- unni. 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.