Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1976, Page 7

Skinfaxi - 01.02.1976, Page 7
þáttur ÆRR í að létta UMFÍ og öðrum æskulýðshreyfingum námskeiðshald og aðra félagsmálafræðslu. Sá þáttur er fvrst °g fremst útgáfustarfsemi sem áhuga- mannasamtökin hafa ekki fjárhagslegt bolniagn til að standa undir, svo og að efna til námskeiða fyrir leiðbeinendur sem ætla að hagnýta það kennsluefni sem ÆRR hefur gefið út. Á námskeiðum þeim sem haldin hafa verið innan ung- mennafélagshreyfingarinnar hefur að mestu verið stuðst við fyrri möppu ÆRR, en segja má að á seinni möppuna sé ekki komin reynsla enn þá, og á hún því eflaust eftir að endurskoðast og breytast þegar hún verður tekin í al- menna notkun. 2000 manns á námskeiðum í dag hafa alls verið haldin á vegum ungmennafélaganna milli 90 og 100 nám- skeið sem áætla má að upp undir 2000 manns hafi sótt. Þótt námskeiðin séu haldin af ungmennafélögum hefur þeirri reglu verið haldið, að þau eru jafnan öllum opin sem áhuga hafa á því að fræðast. Aukin fræðsla — aukið starf Gildi þessara námskeiða hefur glögg- lega komið í Ijós á þeim svæðum sem þau hafa verið haldin, í auknu og fjöl- breyttara félagsstarfi og oft í þátttöku nýrra manna í starfinu. Þá ‘hafa þau tví- mælalaust stuðlað að auknum þætti ungs fólks í forystusveit hreyfingarinnar víðs vegar um landið. Vandamálið sem við eigum við að glíma í dag, er fyrst og fremst það hvað tíðni námskeiðanna er mismunandi eftir félagssvæðum og kemur þar margt til s. s. mismunandi greiðar samgöngur, kennaraskortur o. fl. Sum héraðssam- böndin hafa lokið við að halda eitt eða fleiri námskeið í öllum félögum innan sinna vébanda á meðan ekkert námskeið hefur verið haldið í öðnim. Þó hafa verið haldin viðurkennd nám- skeið hjá öllum héraðssamböndum nema fjórum og hjá tveim af þeim félögum sem beina aðild hafa að UMFÍ. Það er því brýnasta verkefni félags- málaskólans í dag að reyna að hlaupa undir bagga með þeim sem skemmst eru á veg komnir í þessari starfsemi og tryggja það að hringnum verði lokað, ekki aðeins hvað varðar námskeið, held- ur einnig að öll félagssvæði okkar eignist hæfa leiðbeinendur sem reiðubúnir eru til að starfa og hafi þá þekkingu, vilja og áræði sem til þarf. SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.