Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1976, Page 15

Skinfaxi - 01.06.1976, Page 15
Hinir fornu OLYMPÍULEIKAR og endurreisn þeirra Saga hinna fornu olympíuleika í Grikklandi spannar yfir þvi sem næst 11 alda tímabil. Það hófst árið 776 f. kr, og árið 393 e. kr. voru þeir endan- lega aflagðir með valdboði Þeódósíusar I. keisara. Leikarnir voru háðir í Olympia sem er í Elis í norðausturhluta Grikklands. Staðurinn var helgaður Seifi og fleiri íornum guðum. Þetta var bæöi íþrótta- og trúarhátíð og í upphafi allmjög mörkuð af grísku þjóðernisofstæki. Olympíuleikarnir voru háðir á fjög- urra ára fresti í ágúst eða september. Elstu keppnisgreinarnar voru hlaup, stríðskerruakstur, kringlukast, spjót- kast, glíma og hnefaleikar. Sigurlaun íþróttamannanna voru þá eins og nú fyrst og fremst sæmdin að hafa sigrað alla keppinautana. En auk þess fengu sigurvegararnir lárviðarsveig sem þótti einnig mikill heiður. Skáldin lofsungu hetjur olympíuleikanna, og einkum eru frægar hinar olympísku kviður skáldsins Pindar, en hann var uppi á 6. öld f. kr. Pindar birtir líka margar sögulegar heimildir i kvæðum sínum, en einkum mærir hann hug- rakka keppendur og þolgóða. Herkúles er að áliti skáldsins fyrirmynd hins sanna íþróttamanns sem aldrei lætur bugast, en það álit er mjög tengt þeirri trúarhelgi sem á staðnum hvíldi. Keppendurnir á hinum fornu ol- ympíuleikum komu til Elis mánuði fyrir leikana og æfðu þar undir hörku- legri stjórn þeirra manna sem voru síðan dómarar í keppninni sjálfri. SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.