Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1976, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.08.1976, Blaðsíða 9
eru uggandi um að slíkar deilur eigi eftir að magnast í framtíðinni. En XXI. olympíuleikarnir 1976 voru haldnir þrátt fyrir alla erfiðleika með myndarbrag, og íþróttaæska heimsins hittist enn einu sinni á þessum vett- vangi sem allt íþróttafólk sækir að sem æðsta takmarki. BILIÐ BREIKKAR íþróttakeppnin var geysihörð og haröari en nokkru sinni fyrr. Ríkar þjóðir og ríki með sterku miðstjórnar- skipulagi leggja sívaxandi áherslu á árangur sinna manna i íþróttum og kosta miklu til svo að þeir geti borið hróður viðkomandi ríkja sem hæst á oiympíuleikum. Þetta veldur því að bilið milli þeirra ríkja sem kalla mætti íþróttastórveldi og hinna fátækari ríkja, breikkar stöðugt. Smáríki sem lítið styrkja íþróttastarf hjá sér fjár- hagslega, verða nú á dögum að láta sér lynda að vera með í keppninni án minnstu vonar um verðlaun. En það ætti líka að vera aðalerindið hjá öll- um, mun margur segja. Þetta var stefna og hugsjón Pierree de Couber- tains sem endurreisti olympiuleikana, en hann sá að sjálfsögðu ekki fyrir þá En áhyggjusvipur- inn leyndi sér ekki hjá Olgu Korbut, fimleika- drottningunni frá 1972. Hún varð að láta sér nægja 5. sætið. Nadia var líka brosandi og sigurviss í gólfæf- ingunum. þróun sem nú er orðin og leitt hefur til hins ójafna leiks á olympíuleikum og öðrum stórmótum. STÓRAR STUNDIR Það er erfitt að skera úr um það hverjir vöktu athygli af keppendum á olympíuleikunum að þessu sinni, enda sýnist þar sitt hverjum. Óhætt mun þó að fullyrða að rúmenska stúlkan Nadia Comaneci, sigurvegari í fimleikum kvenna, hafi öðrum frem- ur unnið hug og hjarta allra áhorf- enda. Hún er aðeins 14 ára gömul, en sigur hennar kom samt alls ekki á óvart, því að hún hefur vakið mikla athygli og unnið marga sigra á fjöl- þjóðlegum mótum síðan hún var 11 SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.