Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1976, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.08.1976, Blaðsíða 8
Olympíuleikarnir í Montréal Olympíuleikarnir, sem haldnir voru í sumar í Montréal í Kanada, þóttu sérstakir fyrir margra hluta sakir. Þar voru ekki aðeins ný og stórkostleg íþróttaafrek unnin, heldur settu póli- tísk átök alvarlegri svi á þessa hátíð en nokkru sinni áður. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að bæta hér miklu við allt það lesmál sem birst hefur og öll þau orð sem töluð hafa verið um þessa íþróttahátíð. Slík stór- hátíð kostar gífurlegt fé og skipulagn- ingu, og lengi vel var það mjög tvísýnt hvort gestgjöfunum tækist að gera mannvirki leikanna nothæf i tæka tíð. En þegar sá björninn var unninn, hóf- ust nýir erfiðleikar með miklum við- sjám eftir að íþróttaflokkarnir úr öll- um heimshornum voru komnir til Montréal. Um 30 ríki þriðja heimsins (flest í Afríku) hættu við þátttöku og sendu íþróttafólk sitt heim. Ástæðan var sú að þessi ríki fengu ekki þeirri kröfu fullnægt að nýsjálendingum væri bönnuð þátttaka vegna íþrótta- samskipta Nýja-Sjálands og Suður- Afríku. Þetta var að sjálfsögðu mikið áfall fyrir olympíuleikana, og margir Nadia Comaneci frá Rúmeníu var tvímæla- laust vinsælasti kepp- andinn á olympíuleikun- um og heillaði alla með fimleikasnilld sinni. Á myndinni sést hún ljúka við æfingarnar á svif- ránni. 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.